Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í mörg horn að líta í gær­kvöldi og í nótt og eru fjöl­mörg mál skráð í dag­bók lög­reglu nú í morguns­árið.

Skömmu eftir mið­nætti óskaði leigu­bíl­stjóri að­stoðar vegna far­þega sem veittist að honum með of­beldi. Þá olli hann skemmdum á leigu­bif­reiðinni. Að sögn lög­reglu var far­þeginn hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu þar til hægt verður að ræða við hann sökum vímu­á­stands.

Um svipað leiti gáfu lög­reglu­menn í um­dæmi lög­reglu­stöðvar 3, sem sinnir Kópa­vogi og Breið­holti, öku­manni merki um að stöðva akstur svo hægt væri að kanna með á­stand og réttindi. Öku­maðurinn virti ekki stöðvunar­merki lög­reglu og ók á ofsa­hraða.

Ekki vildi betur til en svo að hann endaði utan vegar og mátti litlu muna að bif­reiðin endaði inni í garði. Öku­maðurinn tók svo á rás en var hlaupinn uppi af lög­reglu­mönnum. Maðurinn reyndist vera eftir­lýstur hjá lög­reglu vegna annarra mála auk þess sem hann er grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Hann var vistaður í fanga­geymslu vegna rann­sóknar málsins.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var svo til­kynnt um öku­mann sem virtist sofa undir stýri bif­reiðar á gatna­mótum. Þegar lög­regla hafði af­skipti af öku­manninum reyndist hann vera undir á­hrifum á­fengis. Hann var færður á lög­reglu­stöð en látinn laus að lokinni blóð­sýna­töku.

Lög­regla hand­tók svo ein­stak­ling á tólfta tímanum í gær­kvöldi vegna líkams­á­rásar. Hann var vistaður í fanga­klefa þar til hægt verður að ræða við hann. Ekki koma frekari upp­lýsingar um málið fram í dag­bók lög­reglu. Rétt fyrir klukkan tólf í gær­kvöldi óskaði öku­maður bif­reiðar að­stoðar lög­reglu eftir að hafa ekið út af í Heið­mörk. Hann kenndi sér meins en af­þakkaði að­stoð sjúkra­flutninga­manna.