Þeir Bern­hard Esau og Sacky Shang­hala, sjávar­út­vegs­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra Namibíu, hafa sagt af sér em­bættum, að því frá er greint á vef Namibian.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í morgun kom fram í namibískum fjöl­miðlum að Hage Gein­gob, for­seti landsins, hefði í hyggju að reka ráð­herrana tvo. Er það í kjöl­far fregna af því að stjórn­endur Sam­herja hafi greitt stjórn­­mála­­mönnum og sam­­starfs­­mönnum þeirra mútur til að komast yfir ó­­­dýrari sjó­frysti­­kvóta á hrossamakríl.

Voru báðir ráð­herrarnir sagðir hafa þegið greiðslur frá fé­laginu í staðinn fyrir að greiða götur fé­lagsins að kvóta í hafi Namibíu.

Í frétt Namibian kemur fram að for­setinn hafi fyrst heyrt af málinu fyrr á árinu eftir að ríkis­sak­sóknari Namibíu upp­lýsti hann um á­sakanirnar. Þær hefðu beinst að ráð­herrunum tveimur.