Bern­hard Esau, fyrr­verandi sjávar­út­vegs­ráð­herra Namibíu, Sacky Shang­hala, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra og James Hatuiku­lipi, fyrr­verandi stjórnar­for­maður Fishcor, hafa auk þriggja annarra verið á­kærðir fyrir spillingu og peninga­þvætti. Þetta kemur fram á vef The Namibian.

Þar kemur fram að fimm mannanna hafi verið kærðir fyrir að hafa þegið 103,6 milljónir namibískra dollara, eða því sem nemur 860 milljónum ís­lenskra króna, fyrir að tryggja fé­lögum tengdum Sam­herja kvóta í landinu. Þá kemur enn fremur fram að mennirnir verði í varð­haldi til 20. febrúar næst­komandi.

Auk þriggja áður­nefndra manna komu fyrir dómara í dag þeir Tam­son 'Fitty' Hatuiku­lipi, tengda­sonur Esau og Ri­car­do Gusta­vo og Pius Mwa­telu­lo, sem báðir tengjast Hatuiku­lipi fjöl­skyldunni.

Áður átti dóm­stóll í höfuð­borg landsins Wind­hoek að taka fyrir kröfu mannanna sex um að verða leystir úr haldi gegn tryggingu. Því var harð­lega mót­mælt af al­menningi fyrir utan dóms­húsið en lög­menn mannanna féllu að lokum frá kröfunni. Það þýðir að þeir verði í varð­haldi til 20. febrúar næst­komandi, eins og áður segir.