Ráðherrar og þingmenn skoðuðu glænýja byggingu Samherja á Dalvík í dag en tilefnið var vígsla og blesssun nýs hafnarbakka í bænum. Um er að ræða fullkomnasta fiskvinnsluhús í heimi ef marka má Þórhall Jónsson bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem óskar Dalvíkingum til hamingju með nýjan hafnarbakka í færslu á Facebook.

Eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Katrín Sigurjónsdóttir bæjarstjóri á Dalvík losuðu landfestar á Björgúlfi sem hélt til veiða, var viðstöddum boðið að skoða hið nýja fiskvinnsluhús Samherja en það er tæplega10.000 fermetrar.

Af myndum með færslu Þórhalls má sjá tvo ráðherra, Þá Sigurð Inga og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, auk þingmannana Njáls Trausta Friðbertssonar, og Líneikar Önnu Sævarsdóttur.