Ráðherrar úr ríkisstjórn Boris Johnson eru sagðir undirbúa það að gefa Johnson valmöguleika á að segja af sér. Ráðherrarnir hafa sést flykkjast inn í aðsetur ríkisstjórnarinnar í Downing-stræti 10, en þar er sagt að þeir muni pressa á afsögn Johnson.
Myndaður hefur verið hópur af nokkrum ráðherrum sem munu gefa Johnson fréttirnar. Enn bætist í hóp þeirra sem treysta Johnson ekki til að leiða ríkisstjórnina, en 30 ráðherrar og aðstoðarráðherrar hafa sagt af sér á tæpum sólarhring.
Búist er við afsögn Johnson seinna í dag.
Johnson sást yfirgefa nefndarfund þar sem hann var yfirheyrður um ýmis mál, meðal annars um hvort hann muni segja af sér. Johnson var límdur við símann sinn þegar hann gekk frá fundinum. Ungur starfsmaður á hans vegum kallaði: „Segðu af þér!“ Svo pressan virðist koma úr öllum áttum.
Á nefndarfundinum var Johnson tilkynnt að ráðherrar biðu hans á Downing stræti, en þá svaraði hann: „Þú segir það.“ Svo það virðist vera að ráðherrarnir séu að brugga eitthvað gegn honum.
New: A group of cabinet ministers are about to tell the PM to resign in No10, including the chief whip, the BBC understands. Simon Hart is also one of them. He made it clear to No10 yesterday that it was “game over” but it shouldn’t have to come by ministerial resignations.
— Ione Wells (@ionewells) July 6, 2022
/Grim mood in Downing Street. No 10 insider says "lots of tears" in building. "Writing on the wall now. The working assumption is that it will be today".
— Pippa Crerar (@PippaCrerar) July 6, 2022
Boris Johnson now confronted with news that Zahawi, Shapps, Hart et al will be waiting for him in Downing Street telling him to go. “So you say,” he retorts. This is excruciating.
— Rowena Mason (@rowenamason) July 6, 2022
Boris Johnson just came down the escalator glued to his phone. Asked him if he was going to resign when his cabinet told him. A young staffer shouted “resign!”
— Jessica Elgot (@jessicaelgot) July 6, 2022