Ráð­herrar úr ríkis­stjórn Boris John­son eru sagðir undir­búa það að gefa John­son val­mögu­leika á að segja af sér. Ráð­herrarnir hafa sést flykkjast inn í að­setur ríkis­stjórnarinnar í Downing-stræti 10, en þar er sagt að þeir muni pressa á af­sögn John­son.

Myndaður hefur verið hópur af nokkrum ráð­herrum sem munu gefa John­son fréttirnar. Enn bætist í hóp þeirra sem treysta John­son ekki til að leiða ríkis­stjórnina, en 30 ráð­herrar og að­stoðar­ráð­herrar hafa sagt af sér á tæpum sólar­hring.

Búist er við afsögn Johnson seinna í dag.

Johnson sást yfirgefa nefndarfund þar sem hann var yfirheyrður um ýmis mál, meðal annars um hvort hann muni segja af sér. Johnson var límdur við símann sinn þegar hann gekk frá fundinum. Ungur starfsmaður á hans vegum kallaði: „Segðu af þér!“ Svo pressan virðist koma úr öllum áttum.

Á nefndar­fundinum var John­son til­kynnt að ráð­herrar biðu hans á Downing stræti, en þá svaraði hann: „Þú segir það.“ Svo það virðist vera að ráð­herrarnir séu að brugga eitt­hvað gegn honum.

/