Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Haraldur Benediktsson, alþingismaður og bóndi, sækjast bæði eftir fyrsta sæti listans. Haraldur er oddviti kjördæmisins og hefur setið á þingi síðan 2013. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu.

Níu munu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í næsta mánuði.

Eftir öðru sæti sækjast Teitur Björn Einarsson lögmaður og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og einnig Örvar Már Marteinsson, skipstjóri.

Guðrún Sigríður Ágústdóttir, ráðgjafi og stofnandi og stjórnarformaður Lífskrafts býður sig fram í 2.-3. Sætið.

Þriðja og fjórða sætið

Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra Býður sig fram í 3.-4 sæti. Sigríður Elín Sigurðardóttir, sjúkraflutningakona og nemi sækist eftir fjórða sætinu og einnig Bjarni Pétur Marel Jónasson, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna sem og Bergþóra Ingþórsdóttir, háskólanemi.

Í prófkjörinu sem fram fer 16. og 19. júní næstkomandi, velja þeir sem taka þátt fjóra frambjóðendur.