Lilja Al­freðs­dóttir Mennta- og menningar­mála­ráð­herra vill ekki tjá sig um mál Mennta­mála­stofnunar á meðan það er til skoðunar hjá ráðu­neytinu því það gæti, að hennar sögn, gert hana van­hæfa til að úr­skurða í málinu.

Í skrif­legu svari sem frétta­stofa RÚV greinir frá segir „að málið sé í al­gjörum for­gangi innan mennta­mála­ráðu­neytisins. Það sé nú á vinnslu­stigi, en það sé undir ráð­herra komið að taka á­kvörðun um fram­haldið þegar það hafi verið skoðað ítar­lega.“

Frétta­blaðið greindi í morgun frá bráða­birgða­niður­stöðum á­hættu­mats sem mann­auðs­fyrir­tækið Auðnast fram­kvæmdi á starf­semi MMS að beiðni ráðu­neytisins. Í matinu kemur meðal annars fram að stjórnar­hættir innan stofnunarinnar hafi skapað „ó­æski­legan starfs­anda sem ógnar öryggi og heilsu starfs­fólks“.
Í skrif­legu svari sem barst Frétta­blaðinu kemur fram að Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið hafi málið til með­ferðar og að þau séu í al­gjörum for­gangi. Þar einnig tekið fram að ráð­herra tjái sig ekki um slík mál á vinnslu­stigi.

Svar ráðu­neytisins má lesa í heild hér að neðan.

„Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið hefur til með­ferðar mál sem varða stjórnun Mennta­mála­stofnunar, líðan og vel­ferð starfs­fólks stofnunarinnar. Málin eru í al­gjörum for­gangi, þar sem rík á­hersla er lögð á fag­leg vinnu­brögð og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda – m.a. lögum um opin­bera starfs­menn. Mennta- og menningar­mála­ráð­herra tjáir sig ekki um mál af þessu tagi á vinnslu­stigi, enda er það undir ráð­herra komið að taka á­kvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítar­lega.“