Helga Vala Helga­dóttir, þing­­maður Sam­­fylkingarinnar, furðar sig á svar­­leysi Þór­­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur dóms­­mála­ráð­herra við fyrir­­­spurn sinni um Lands­réttar­­málið svo­kallaða. Hún segist hafa marg­í­trekað fyrir­­­spurn sína en ekki haft erindi sem erfiði. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að bíða eftir nýjum ráð­herra og sá sem nú sitji vilji ekki taka að sér erfið mál.

Uppfært: Ráðherrann hafði svarað fyrirspurn Helgu en svarið hefur enn ekki birst á vef Alþingis. Helga hefur lagað færslu sína á Facebook.

„Hefur dóms­­mála­ráð­herra svarað fyrir­­­spurnum mínum um kostnað okkar, skatt­­greið­enda, af Lands­réttar­­klúðri sjálf­­stæðis­­flokksins? Fyrir­­­spurnum sem lagðar voru fram í mars og marg­í­trekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí?"“ skrifar Helga Vala á Face­­book.

„Nei, ein­mitt ekki. Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dóms­­mála­ráð­herra sjálf­­stæðis­­flokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ bætir Helga Vala við, en Þór­­dís Kol­brún tók við em­bætti dóms­­mála­ráð­herra eftir að Sig­ríður Á. Ander­­sen sagði af sér em­bættinu í kjöl­far Lands­réttar­­málsins. Þór­­dís fer fyrir nokkrum ráðu­neytum; ferða­­mála- iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráðu­neytum, ofan á dóms­­mála­ráðu­neytið. Ekki hefur verið upp­­­lýst um hvort Þór­­dís muni gegna þessu ráðu­neyti út kjör­­tíma­bilið.

Fyrir­­­spurn Helgu Völu er í níu liðum, en hún spurði meðal annars að kostnaði við sér­­­fræði­ráð­­gjöf til ráðu­neytisins í að­­draganda dómara­­skipunar við Lands­rétt. Fyrir­­­spurnina í heild, sem lögð var fram í mars, má sjá hér fyrir neðan:

Hver er beinn kostnaður ís­­lenska ríkisins vegna skipunar dómara við Lands­rétt? Svar óskast sundur­liðað sam­­kvæmt eftir­­farandiö

-sér­­­fræði­ráð­­gjöf til dóms­­mála­ráðu­neytis í að­­draganda skipunar dómara,

-að­­keypt þjónusta hjá em­bætti ríkis­lög­­manns vegna varnar ís­­lenska ríkisins fyrir ís­­lenskum dóm­­stólum og Mann­réttinda­­dóm­­stól Evrópu,

-kostnaður ríkis­lög­­manns, í formi tíma­­skráningar starfs­manna em­bættisins, vegna varnar ís­­lenska ríkisins fyrir ís­­lenskum dóm­­stólum og fyrir Mann­réttinda­­dóm­­stól Evrópu,

-dæmdur máls­­kostnaður vegna mála er tapast hafa fyrir ís­­lenskum dóm­­stólum,

-dæmdur máls­­kostnaður vegna dóms Mann­réttinda­­dóm­­stóls Evrópu,

-miska­bætur er ís­­lenska ríkinu ber sam­­kvæmt dómum að greiða um­­­sækj­endum um dómara­­starf,

-skaða­bætur sem ís­­lenska ríkinu ber sam­­kvæmt dómum og samningum við máls­­aðila að greiða um­­­sækj­endum um dómara­­starf,

-sér­­­fræði­ráð­­gjöf til for­­sætis­ráðu­neytis og dóms­­mála­ráðu­neytis í að­­draganda og í kjöl­far niður­­­stöðu Mann­réttinda­­dóm­­stóls Evrópu,

-annar kostnaður ís­­lenska ríkisins.