Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, gat ekki tjáð sig um deilur þyrlu­fyrir­tækisins Norður­flugs við land­eig­endur í Geldinga­dölum.

Að sögn upp­lýsinga­full­trúa at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytisins hefur málið ekki komið til skoðunar í ráðu­neytinu vegna þess að um er að ræða samninga­við­ræður á milli tveggja einka­aðila.

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að lög­bann hafi verið sett á lendingu þyrla Norður­flugs í Geldinga­dölum en fyrir­tækið hefur boðið upp á þyrlu­ferðir að eld­gosinu frá því í mars.

Sam­tök ferða­þjónustunnar sendu í dag frá sér yfir­lýsingu þar sem þau „vara við ó­heftri og ein­hliða gjald­töku einka­aðila“.