Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra segir sam­stöðu vera innan ríkis­stjórnarinnar um að efla lög­regluna svo hún ráði betur við þær að­stæður sem blasa við í undir­heimunum hér á landi. Hann heitir meiri fjár­munum til mála­flokksins.

Jón var gestur Sig­mundar Ernis á Frétta­vaktinni í kvöld þar sem hann ræddi einnig auknar heimildir til for­virkra að­gerða lög­reglunnar, en frum­varp hans þess efnis er nú til með­ferðar á Al­þingi. Hann fagnar um­ræðu um frum­varpið og segir mikil­vægt að skoða allar hliðar þess. Frá­leitt sé hins vegar að hlaupa upp til handa og fóta hvað inn­tak frum­varpsins varðar – og ekki nái nokkurri átt að tala um að njósna­búnaður verði settur inn á hvert heimili eins og honum sýnist Píratar tala um.

Hann talar ein­dregið fyrir raf­byssu­væðingu lög­reglunnar og óttast ekki að aukin vopna­væðing lög­reglunnar kalli á meira of­beldi á götum úti, þvert á móti sýni reynslan frá ná­granna­löndunum að slysum fækki við notkun raf­byssna, bæði á lög­reglu­mönnum og af­brota­mönnum.

Sjá má við­talið við Jón hér.