Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra útilokar ekki breytingar á hvalveiðum eða að veiðunum verði hætt.

Gildistími reglugerðar sem er forsenda þess að hægt sé að stunda hvalveiðar í ábataskyni innanlands rennur út á næsta ári.

„Ég mun láta fara fram úttekt á hversu þjóðhagslega hagkvæmt þetta er,“ segir Svandís.

Ráðherrann segir að leggja þurfi mat á hve skynsamlegt sé að halda hvalveiðum áfram.

„Ég sé rökin ekki blasa við,“ segir Svandís.