Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra var farþegi í aftanákeyrslu í gær. Þetta segir hún í athugasemd sem hún birti við Facebook færslu hjá Halldóri Brynjari Halldórssyni lögfræðingi. Hann segir þar frá að ökumaður hafi bakkað framan á hann á rauðu ljósi.

„Það er fátt sem vekur mann betur á föstudegi en að bakkað sé skemmtilega framan á mann á rauðu ljósi, hvernig sem það er hægt. Skella sér á réttingarverkstæði svona í morgunsárið og fá þær fregnir að bíllinn gæti dvalið þar í 3-4 vikur. Nú má helgin koma fyrir mér,“ skrifaði Halldór.

„Við keyrðum aftan á bíl áðan. Út af vitleysingi í umferðinni. Í órétti auðvitað. Á leið í fríið á morgun,“ svarar Þórdís.

Ekki er vitað hvort einhver sé slasaður og ekki náðist í Þórdísi við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir tilraunir.

Fréttin hefur verið uppfærð.