Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf Brynju Dan Gunnarsdóttur, varaþingmanni Framsóknarflokksins, röng svör um erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum. Í svari Svandísar kom fram að erfðablöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hafi ekki verið staðfest. Þetta er rangt.

Svarið við fyrirspurninni var ekki byggt á nægilega tryggum upplýsingum, segir í frétt Stjórnarráðsins. Unnið er að því að uppfæra fyrirspurnina, segir þar enn fremur.