Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segist brenna fyrir auknu réttlæti og umbótum í sjávarútvegi.
Tilfinning almennings um að greinin mætti leggja meira fram til samneyslunnar sé ekki úr lausu lofti gripin.
Fjórir starfshópar munu leggja til breytingar á kerfinu að lokinni skoðun frá ýmsum hliðum.
Ítarlegt viðtal verður við Svandísi á Fréttavaktinni á Hringbraut klukkan 18.30 í kvöld.