Mennta- og menningar­mála­ráð­herra, Lilja Al­freðs­dóttir, mælti í gær á þingi fyrir frum­varpi um Mennta­sjóð náms­manna sem mun koma í stað Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna.

Í til­kynningu frá ráðu­neytinu kemur fram að í frum­varpinu felist grund­vallar­breytingu á stuðnings­kerfi ríkisins við náms­menn, þar sem lán­þegar fá 30 prósenta niður­færslu af höfuð­stól náms­láns ef þau ljúka námi innan á­kveðins tíma. Þá er gert ráð fyrir því að náms­menn með börn á fram­færi fái beinan stuðning í stað lána. Hvoru tveggja verður undan­þegið lögum um stað­greiðslu opin­berra gjalda.
Með breytingunum er búist við því að skulda­staða náms­manna við náms­lok verði betri, endur­greiðslu­tíminn skemmri og náms­menn geti sjálfir valið sjálf hvort náms­lánin þeirra séu verð­tryggð eða ó­verð­tryggð. Sam­hliða því munu falla niður á­byrgðir á­byrgðar­manna á eldri náms­lánum, ef lánin er í skilum og lán­taki ekki á van­skila­skrá.

„Mennta­sjóður náms­manna boðar nýja tíma. Nýja kerfið er sann­gjarnara, gagn­særra og rétt­látara. Það mun leiða til betri fjár­hags­stöðu náms­manna og skulda­staða að námi loknu mun síður ráðast af fjöl­skyldu­að­stæðum. Þá er í inn­byggður í kerfið hvati til bættrar náms­fram­vindu, sem stuðlar að betri nýtingu fjár­muna og aukinni skil­virkni. Þjóð­hags­legur á­vinningur þess er metinn yfir milljarð kr. á ári,“ sagði Lilja Al­freðs­dóttir mennta- og menningar­mála­ráð­herra.

Í nú­verandi stuðnings­kerfi við náms­menn er náms­styrk ríkisins mis­skipt milli lán­þega, þar sem stærstur hluti hans fer til náms­manna sem taka hæstu náms­lánin og fara seint í nám. Þau sem hefja nám ung og taka hóf­legri náms­lán eru lík­legri til að greiða þau til baka að fullu og hafa því ekki fengið sama styrk frá ríkinu. Lán­þegar hafa í nú­verandi kerfi litla sem enga yfir­sýn yfir hversu háan styrk þau hljóta frá ríkinu.

Frum­varpið miðar að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til náms­manna sem taka náms­lán, með fé­lags­legum stuðnings­sjóði. Sér­stak­lega er hugað að hópum sem reynst hefur erfiðara að sækja nám, svo sem ein­stæðum for­eldrum, fjöl­skyldu­fólki og náms­mönnum utan höfuð­borgar­svæðisins.

Frum­varpið er af­rakstur heildar­endur­skoðunar á lögum um Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna sem lengi hefur staðið yfir.

LÍN verður að Menntasjóði námsmanna.
Fréttablaðið/Einar Óla

Helstu ný­mæli í frum­varpinu eru þessi:

 • Lán­þegar sem ljúka próf­gráðu innan til­greinds tíma geta fengið náms­styrk sem nemur 30% niður­færslu af höfuð­stól náms­láns þeirra á­samt verð­bótum, að loknu námi.
 • Beinn stuðningur er veittur vegna fram­færslu barna lán­þega í stað lána, einnig fyrir með­lags­greið­endur. Ís­land verður eitt Norður­landa sem veitir lán­þegum styrki vegna með­lags­greiðslna.
 • Á­byrgðir á­byrgðar­manna á náms­lánum, teknum í tíð eldri laga, falla niður við gildis­töku nýrra laga sé lán­þegi í skilum við Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna og ekki á van­skila­skrá. Á­byrgðir á­byrgðar­manns falla niður við and­lát hans sé lán­þegi í skilum við sjóðina.
 • Heimild verður til að greiða náms­lán út mánaðar­lega.
 • Lán­þegi getur valið við náms­lok hvort hann endur­greiðir náms­lán sín með verð­tryggðu eða ó­verð­tryggðu skulda­bréfi.
 • Megin­reglan verður að náms­lán skulu greidd með mánaðar­legum af­borgunum og að fullu endur­greidd á því ári þegar lán­þegi nær 65 ára aldri. Lán­þegi getur valið að endur­greiða náms­lán með tekju­tengdum af­borgunum séu náms­lok hans áður eða á því ári er hann nær 35 ára aldri.
 • Náms­að­stoð ríkisins (náms­lán, styrkur vegna fram­færslu barna, niður­felling og í­vilnanir) verður undan­þegin lögum um stað­greiðslu opin­berra gjalda.
 • Skýrari heimild til náms­lána vegna starfs- og við­bótar­náms á fram­halds­skóla­stigi
 • Heimild til tíma­bundinna í­vilnana við endur­greiðslu náms­lána hjá lán­þegum bú­settum og starfandi á svæðum skil­greindum í sam­ráði við Byggða­stofnun að upp­fylltum skil­yrðum.
 • Gert er ráð fyrir að af­borganir náms­lána á­samt á­lagi standi að fullu undir lán­veitingum sem Mennta­sjóðurinn veitir.
 • Fjár­mögnun nýs stuðnings­kerfis er tryggð með fram­lagi úr ríkis­sjóði og hand­bæru fé Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna.