Sótt­varna­læknir, Þór­ólfur Guðna­son, hefur á­kveðið með til­liti til upp­lýsinga úr líkani Ís­lenskrar erfða­greiningar um árangur bólu­setninga miðað við mis­munandi nálgun, að fram­kvæma bólu­setninguna héðan í frá með til­viljunar­kenndum hætti innan hvers for­gangs­hóps í stað þess að boða við­komandi ein­stak­linga eftir aldri.

Í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu segir að þetta verði gert til að bólu­setja á­hættu­hópa sem fyrst en ná sam­hliða bólu­setningu þvert á aldurs­hópa og ná þannig fyrr mark­miði um hjarðó­næmi í sam­fé­laginu.

Nú eru um 51.000 ein­staklingar full­bólu­settir gegn CO­VID-19 og um 140.000 hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni, sem er sam­kvæmt til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu, 48 prósent af þeim sem á­ætlað er að bólu­setja.

Fjölmargir áttu leið í Laugardalshöll í vikunni til að þiggja bólusetningu.
Fréttablaðið/Ernir

Bólusetning gangi vel

Í til­kynningu kemur fram að bólu­setningu for­gangs­hópa miði vel og að gert sé ráð fyrir því að allir ein­staklingar í þeim níu for­gangs­hópum sem eru skil­greindir eru í reglu­gerð verði búnir að fá að minnsta kosti einn skammt um miðjan júní og allir sem eftir standa ekki seinna en um miðjan júlí. Öllum ein­stak­lingum í fyrstu sex for­gangs­hópunum hefur þegar verið boðin bólu­setning.

Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólu­setning gegn CO­VID-19.

Þá kemur fram í til­kynningu að núna standi yfir bólu­setning í hópi sjö, það er ein­staklingar með undir­liggjandi sjúk­dóma og í vikunni hófst bólu­setning í hópi átta sem eru starfs­manna leik- og grunn­skóla og flug- og skips­á­hafna og enn fremur í hópi níu, sem eru ein­staklingar í fé­lags­lega við­kvæmri stöðu. Sam­hliða hefur ein­stak­lingum í hópi 10 verið boðin bólu­setning, það er konum og körlum fæddum 1966 eða fyrr og körlum fæddum 1967-1969.

Til­kynning ráðu­neytisins er hér