„Ef við höldum ekki á­fram að búa til nýja les­endur á ís­lensku þá verður þetta allt svo­lítið til einskis,“ segir Sverrir Nor­land rit­höfundur um stöðu styrkja til ís­lenskra rit­höfunda. „Það er skrýtið að við séum ekki með sér­stakan sjóð eða stuðning við þá sem eru að skrifa fyrir yngri les­endur, fyrir ung­linga og ung­menni.“

Sverrir segir að hér um bil allir sem skrifa efni fyrir þann aldurs­hóp séu að skrifa sam­hliða fullu starfi. „Eða eru í þúsund verk­efnum eins og ég. Fyrir vikið tapast margir les­endur,“ segir Sverrir. Hann segist hafa rætt við kennara sem segi að mikið vanti af spennandi bókum og ekki sé skrifað nóg.

„Af hverju hættum við ekki bara að tala svona mikið um þetta og eyða peningum í ráð­stefnur? Af hverju búum við ekki til sjóð þar sem hægt er að ráða 10-20 manns til þriggja til fimm ára, í að skrifa efni handa börnum á ís­lensku?“ spyr Sverrir, sem ætlar að 45.000 ríkis­starfs­menn séu hér á landi. „Eru þeir allir að vinna þarfari verk­efni en að skrifa bækur fyrir skóla­kerfið eða ungt fólk sem er að læra að hugsa og skrifa á ís­lensku? Ég efast um það.“

Menningarmálaráðherra segir átak á síðasta kjörtímabili hafa skilað sér í 40 prósenta aukningu í útgáfu bóka fyrir börn og ungmenni.
Fréttablaðið/Getty

„Við fórum í að styðja við út­gáfu bóka og bók­mennta á síðasta kjör­tíma­bili,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir menningar­mála­ráð­herra um um­mæli Sverris. „Í kjöl­farið jókst út­gáfa út­gáfa barna- og ung­menna­bóka á árunum milli 2018 og 2019 um 40 prósent. Fram­boðið er búið að aukast gríðar­lega miðað við það sem var þegar við fórum í þessa að­gerð,“ segir ráð­herrann.

„Við erum að upp­færa þings­á­lyktunar­til­lögu um tungu­málið okkar, ís­lenskuna. Á­stæðan fyrir því að við erum að dragast aftur úr í PISA er orða­forði fyrst og síðast. Orða­forði er að minnka og ef barn skilur ekki 98 prósent af því sem er fyrir framan það, þá getur það ekki dregið á­lyktanir. Ís­lenskir krakkar eru ekkert verri náms­menn,“ segir Lilja.

„Það að styrkja og efla tungu­málið okkar verður mitt stærsta mál á þessu kjör­tíma­bili.“