Bæjar­stjórn Mos­fells­bæjar hefur sam­þykkt að ráðast í út­tekt á raka­skemmdum í öllum skólum; grunn- og leik­skólum, í bænum. Á­stæðan eru um­ræður um raka og mögu­legan ör­veru­vöxt í skólum á Ís­landi, og efa­semdir íbúa um að nóg sé að gert. 

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mos­fells­bæ, en þar segir að um sé að ræða sam­þykkt til­lögu D- og V- lista, sem lögð var fram í kjöl­far út­tektar og síðar úr­bóta á Varm­ár­skóla. 

„Þrátt fyrir þær þrjár út­tektir sem Efla hefur gert á hús­næði Varm­ár­skóla og úr­bætur í kjöl­far þeirra eru enn uppi efa­semdir í skóla­sam­fé­laginu í Mos­fells­bæ um að nóg sé að gert. Því er mikil­vægt að fyrsta verk­efni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heild­stæða út­tekt á Varm­ár­skóla og mæla loft­gæði þannig að ekki leiki vafi á að hús­næði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skóla­hús­næðis,“ segir í til­kynningunni. 

Haraldur Sverris­son, bæjar­stjóri Mos­fells­bæjar, segir í til­kynningunni að miklar um­ræður hafi verið um raka og mögu­legan ör­veru­vöxt í skóla­hús­næði á Ís­landi. „Í hverjum skólanum á fætur öðrum hafa verið fréttir af raka­vand­málum og í ein­hverjum til­vikum hefur ör­veru­vöxtur náð sér á strik. Við hjá Mos­fells­bæ höfum alltaf tekið hlut­verk okkar á sviði skóla­mála al­var­lega og viljum vera eins viss og frekast er unnt um að okkar hús­næði sé í góðu lagi. Á þessu stigi höfum við engan sér­stakan grun um vanda­mál á þessu sviði en viljum leita af okkur allan grun,“ segir Haraldur. 

„Í vinnu okkar við við­hald og rekstur Varm­ár­skóla hafa greinst þrír af­markaðir staðir þar sem ör­veru­vaxtar hefur orðið vart og hefur verið brugðist við þeim vanda. Næsta skref í því hús­næði er því að ráðast í heild­stæða út­tekt á Varm­ár­skóla og mæla loft­gæði þar enda má engin vafi ríkja um heil­næmi skóla­hús­næðis í Mos­fells­bæ. Við munum leggja okkur fram við að halda öllum upp­lýstum um fram­gang mála,“ bætir hann við.