Erlent

R. Lee Ermey úr Full Metal Jacket látinn

R. Lee Ermey, sem ef­laust er þekktastur fyrir leik sinn sem orð­ljóti lið­þjálfinn í kvik­myndinni Full Metal Jacket, er látinn 74 ára að aldri.

R. Lee Ermey er látinn 74 ára að aldri. Fréttablaðið/Getty

Leikarinn R. Lee Ermey er látinn 74 ára að aldri. Hann er ef til vill þekktastur fyrir leik sinn í hlutverki orðljóta liðþjálfans Gunnery Hartman í kvikmyndinni Full Metal Jacket frá árinu 1987. 

Umboðsmaður Ermey greindi frá andlátinu á Twitter-reikningi leikarans og segir að hann hafi látist eftir baráttu við lungnabólgu.

Hann fæddist í Kansas árið 1944 og gerðist snemma landgönguliði í Bandaríkjaher þar sem hann átti eftir að sinna verkefnum í Japan og Víetnam. Auk þess starfaði hann sem liðþjálfi um tíma og mun sú reynsla vafalaust hafa auðveldað honum hlutverkið sem hinn orðljóti Hartman, en sögusvið kvikmyndarinnar er Víetnam.

Raunar segir sagan sú að Ermey hafi upprunalega verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi fyrir Full Metal Jacket en Stanley Kubrick hreifst svo af honum að hann bauð honum hlutverkið sem átti síðan eftir að koma honum á kortið.

Fjölmargir hafa minnst Ermey eftir að greint var frá andláti hans, en þeirra á meðal eru Matthew Modine og Vincent D'Onofrio, samleikarar hans úr Full Metal Jacket.

Hér fyrir neðan má sjá stórkostlega senu þar sem Ermey lætur D'Onofrio heyra það í hlutverki Hartman en D'Onofrio leikur Pvt. Pyle.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sýrland

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Erlent

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Erlent

Rússar segja kærurnar gegn Butina falskar

Auglýsing

Nýjast

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Hand­tekinn fyrir brot á vopna­lögum og líkams­á­rás

Auglýsing