Nú standa yfir réttar­höld yfir banda­ríska söngvaranum R. Kel­ly, réttu nafni Robert Kel­ly, sem sakaður hefur verið um gróf kyn­ferðis­brot af fjölda kvenna. Þar af voru margar undir lög­aldri er meint brot áttu sér stað. Dansari sem tók þátt í tón­leika­ferða­lagi með R. Kel­ly sagði við vitna­leiðslur að hún hefði orðið vitni að honum brjóta kyn­ferðis­lega á söng­konunni Aali­yah í rútu er hún var þrettán eða fjór­tán ára gömul.

Dansarinn, sem bar vitni undir nafninu Angela, sakar sjálf söng­varann um kyn­ferðis­brot. Hún var tíundi kærandinn sem bar vitni í réttar­höldunum sem staðið hafa í fimm­tán daga. Hún segist hafa byrjað að stunda kyn­líf með Kel­ly er hún var enn í skóla, árið 1991.

R. Kel­ly er sakaður um gróf kyn­ferðis­brot af fjölda manns.
Fréttablaðið/Getty

Hún segir þau hafa hist í teiti á heimili hans er hún var 15 ára. Hann hafi boðið henni í svefn­her­bergi og „bað mig um að fara ofan á sig.“ Hún hafi hikað en á endanum látið undan kröfum hans og þau stundað kyn­líf. Kel­ly bauð henni síðan að taka þátt í tón­leika­ferða­lagi og segir Angela hann oft hafa þrýst á fólk til að stunda kyn­líf og refsað þeim sem fóru ekki að óskum hans.

Aali­yah lést í flug­­slysi árið 2001 er hún var 22 ára gömul.
Mynd/Lifetime

At­vikið mun hafa átt sér stað árið 1992 eða 1993. Angela og önnur kona á­kváðu að hrekkja söng­varann og opnuðu hurðina að svefn­her­bergi hans. „Ég sá Robert og Aali­yah í kyn­ferðis­legum að­stæðum. Ég lokaði hurðinni snögg­lega og ýtti stúlkunni fyrir aftan mig frá hurðinni.“ Hún segist aldrei hafa minnst á at­vikið aftur við Kel­ly.

Sam­band Aali­yah og Kel­ly er orðið mið­punktur réttar­haldanna. Vitni hafa viður­kennt að hafa falsað gögn svo þau gætu gift sig er hún var undir aldri. Angela er hins vegar fyrsta vitnið sem segist hafa séð til þeirra stunda kyn­líf. Aali­yah er yngst meintra þol­enda Kel­ly.

Aali­yah gaf út plötuna Age Ain't Not­hing But a Num­ber, Aldur er ekkert nema tala, árið 1994 undir hand­leiðslu Kel­ly. Hann sést standa fyrir aftan söng­konuna á um­slagi plötunnar.
Mynd/Wikipedia