Gríð­ar­leg­ur fjöld­i fólks dvel­ur nú fyr­ir aust­an, enda veðr­ið þar ver­ið með allr­a best­a móti stærst­an hlut­a sum­ars, sól, blíð­a og hit­a­töl­ur sem minn­a á meg­in­land Evróp­u. Sam­kvæmt heim­ild­um Frétt­a­blaðs­ins hef­ur þess­i fjöld­i sem ver frí­in­u á þess­um slóð­um gert það að verk­um að bor­ið hef­ur á skort­i á Egils­stöð­um á nokkr­um vör­um sem flokk­ast gætu sem nauð­synj­a­vör­ur fyr­ir ferð­a­lag­ið.

Með­al þess varn­ings sem erf­itt hef­ur reynst að verð­a sér úti um eru pyls­ur frá SS, pyls­u­brauð, ým­ist með­læt­i sem fylg­ir pyls­um, ham­borg­ar­ar og beik­on. Þá er veð­ur­blíð­an búin að vera svo mik­il fyr­ir aust­an að far­ið er að gæta skorts á sól­ar­vörn og regn­hlíf­um – sem nýtt­ar eru sem sól­hlíf­ar.

Sam­kvæmt kaup­mönn­um á Egils­stöð­um sem Frétt­a­blað­ið rædd­i við hef­ur gætt vör­u­skorts í á­kveðn­um vör­u­flokk­um. Til að mynd­a hefð­u SS pyls­ur selst upp en nóg væri þó til af pyls­um af öðr­um gerð­um.