Rúss­ar munu bregð­ast hart við öll­um við til­raun­um Vest­ur­land­a til að ein­angr­a land­ið. Þett­a sagð­i Vla­dí­mír Pút­ín Rúss­lands­for­set­i í ár­legr­i stefn­u­ræð­u sinn­i í dag. Þar kvað við harð­an tón en þett­a var í fyrst­a sinn sem for­set­inn tjáð­i sig op­in­ber­leg­a eft­ir að Band­a­rík­in komu á refs­i­að­gerð­um gegn stjórn hans vegn­a meintr­a tölv­u­á­rás­a og til­raun­a til að hafa á­hrif á for­set­a­kosn­ing­arn­ar vestr­a í nóv­emb­er.

Hann lof­að­i hörð­um við­brögð­um ef ríki reynd­u að fara yfir „rauð­ar lín­ur“ sem Rúss­ar sett­u hvað varð­að­i sam­skipt­i við um­heim­inn og til­raun­a til að fara inn á á­hrif­a­svæð­i þeirr­a. Pút­ín nafn­greind­i eng­in ríki en ó­hætt er að full­yrð­a að orð­um hans er eink­um beint til Band­a­ríkj­ann­a og band­a­mann­a þeirr­a í Evróp­u.

Fréttablaðið/EPA

„Þeir sem ógna grund­vall­ar­ör­ygg­i okk­ar munu sjá eft­ir því, meir en þeir hafa séð eft­ir nokkr­u í lang­an tíma,“ sagð­i for­set­inn ó­myrk­ur í máli. „Ég vona að eng­um dett­i það til hug­ar að stíg­a yfir rauð­u lín­un­a hvað Rúss­land varð­ar – og það er okk­ar að á­kveð­a hve­nær það er gert.“

Auk þess sagð­i for­set­inn að svo væri sem sum ríki keppt­ust um að gang­a fram sem harð­ast gegn Rúss­land­i án nokk­urr­a rök­semd­a. Rúss­ar leit­uð­ust að sem frið­sam­leg­ust­um sam­skipt­um og hægt væri við all­ar þjóð­ir en væru reið­u­bún­ir að svar­a hvers kyns á­skor­un­um af fullr­i hörk­u. Pút­ín nefnd­i ekki á­tök­in í aust­ur­hlut­a Úkra­ín­u en við land­a­mær­i land­ann­a hafa Rúss­ar auk­ið mjög her­styrk sinn og fjöld­i rúss­neskr­a her­skip­a er nú í Svart­a­haf­i.

Rúss­nesk her­skip við höfn.
Fréttablaðið/EPA

Þrátt fyr­ir þess­a orð sín um sam­skipt­i Rúss­a og um­heims­ins eydd­i Pút­ín mest­um tíma í klukk­u­stund­a­langr­i ræðu sinn­i í að ræða þær á­skor­an­ir sem stand­a fyr­ir dyr­um inn­an­lands. Hann sagð­i þjóð­in­a mátt þola mik­ið harð­ræð­i vegn­a COVID-19 far­ald­urs­ins og kynnt­i nýj­ar að­gerð­ir í fé­lags­mál­um og heil­brigð­is­kerf­in­u.