Vla­dí­mír Pútín, for­seti Rúss­lands hefur svarað leið­togum G7-ríkjanna sem gerðu grín af mynd af honum berum að ofan á hesti. Hann sagði að það yrði „ó­geðs­leg“ sjón ef þau myndu gera það sama.

Á leið­toga­fundi G7-ríkjanna, sem haldinn var í Þýska­landi, voru mál­efni Úkraínu og Rúss­lands til um­ræðu. Þó svo að um­fjöllunar­efni þeirra séu að mestu leiti í þyngra lagi, þá virðast þeir samt leyfa sér að kitla hlátur­s­taugarnar, en þeir gerðu grín að Pútín á fundinum.

„Í eða úr jökkunum? Ættum við að fækka fötum?“ sagði Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Breta við upp­haf há­degis­fundar í gær og bætti við: „Við verðum að sýna að við erum harðari af okkur en Pútín,“

For­sætis­ráð­herra Kanada, Justin Tru­deau á þá að hafa svarað með því að vísa í fræga ljós­mynd af Pútín. „Ber að ofan á hest­baki,“ sagði hann og John­son svaraði: „Til að sýna þeim hversu vöðva­stælt við erum,“ Þá hefur verið haft eftir Ur­sulu von Der Leyen „Ó já. Þannig er best að ríða hesti,“

Pútín er þessa dagana staddur í heim­sókn til Túrk­men­istan og var spurður af blaða­mönnum út í um­mæli leið­toga G7-ríkjanna. Hann sagði að leið­togarnir gætu ekki hermt eftir honum, þar sem þau lifa ó­heil­brigðum lífs­stíl.

„Ég veit ekki hvort þau myndu fara úr að ofan eða neðan, en ég held að það yrði ó­geðs­leg sjón,“ sagði Pútín.

Hann bætti við að það jafn­vægi milli líkama og sálar væri mikil­vægt, en til þess að ná því mætti ekki mis­nota á­fengi, heldur stunda í­þróttir og líkams­rækt.

Pútín er þekktur fyrir að láta taka myndir af sér berum að ofan. Hann segist hafa ekkert að fela.
Fréttablaðið/Getty