Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti skrifaði undir skjal sem lög­festi inn­limun úkraínsku héraðanna Do­­­netsk, Luhansk, Saporí­s­jía og Ker­­­son inn í Rúss­land við há­tíð­lega at­höfn í St. Georgs­salnum í Kreml nú rétt í þessu. Inn­limun héraðanna, sem eru öll í austur­hluta Úkraínu og ekki að fullu undir her­námi rúss­neska hersins, er brot á al­þjóða­lögum og stofn­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. For­setinn hefur fylgt sömu að­ferða­fræði og hann beitti er rúss­neski herinn hernam Krím­skaga sem inn­li­maður var í Rúss­land árið 2014.

Pútín flutti ræðu er hann undir­ritaði skjalið. Þetta er fyrsta ræða for­setans í beinni út­sendingu frá því að hann greindi frá því 24. febrúar að hann hefði fyrir­skipað rúss­neska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Hann hvatti Úkraínu­menn til að koma að samninga­borðinu en yfir­ráð yfir héruðunum fjórum væru ekki til um­ræðu við slíkar við­ræður. Mikið hefur verið rætt um hótanir Pútín að beita kjarna­vopnum í Úkraínu og hann rifjaði upp í ræðunni að einungis eitt ríki hefði beitt slíkum vopnum í stríði, Banda­ríkin og skapað þar með for­dæmi fyrir notkun þeirra í stríðs­rekstri.

„Fólkið hefur kosið og kosið af­gerandi,“ sagði Pútín annars og vísaði til svo­kallað kosninga sem fram fóru í héruðunum um síðustu helgi þar sem í­búar greiddu at­kvæði um hvort þeir vildu á­fram til­heyra Úkraínu eða verða hluti af Rúss­landi. Þær hafa verið for­dæmdar af fjölda ríkja heims en að sögn rúss­neskra yfir­valda lauk þeim með yfir­gnæfandi sigri þeirra sem vilja til­heyra Rúss­landi. „Þetta er vilji milljóna manna“, sagði for­setinn. Í­búar héraðanna væru nú rúss­neskir þegnar til „ei­lífðar­nóns“.

Pútín vottaði rúss­neskum her­mönnum virðingu sína í ræðunni og haldin var mínútu­löng þögn til að minnast þeirra sem fallið hafa. „Þeir eru allir hetjur sér­stakrar hernaðar­að­gerðar. Þeir eru hetjur. Þeir eru hetjur hins mikla Rúss­lands.“ Hann sagði rúss­neska herinn vera að frelsa íbúa héraðanna undan oki stjórn­valda í Kænu­garði.

„Do­­netsk, Luhansk, Saporí­s­jía, Ker­­son, Rúss­land!“ segir á skylti sem sett var upp á Rauða torginu í Moskvu en þar fara fram há­­tíðar­höld í kvöld vegna inn­limunar héraðanna.
Fréttablaðið/EPA

For­setinn beindi spjótum sínum á Vestur­löndum í ræðu sinni og sakaði þau um að reyna að splundra Rúss­landi.

„Árið 1991 hélt Vestrið að Sovét­ríkin myndu ekki snúa til baka, eða að Rúss­land myndi ekki koma til baka, eftir það á­fall [fall Sovét­ríkjanna]. Við upp­lifðum hræði­legan tíunda ára­tug en Rúss­land stóð hann af sér og varð öflugt á ný og fékk sinn rétt­mæta stað. En vestrið leitar nú að nýjum leiðum til að ráðast gegn okkur og það hefur alltaf dreymt um að brjóta ríkið okkar upp í minni ríki sem berjast sín á milli.“ Hann sakaði Vestur­lönd um „tvö­falt sið­gæði, þre­falt sið­gæði“ og bera ekki virðingu fyrir Rúss­landi.

Yev­­geny Balit­­sky, leið­­togi lepp­­stjórnar Rússa í Saporí­s­jía mætti í Kreml til að skrifa undir inn­limunina á­samt Vla­dimir Saldo, leið­toga Ker­son, Denis Pus­hilin, leið­toga Do­netsk og Leonid Pa­­sechnik, leið­toga Luhansk.
Mynd/Telegram

„Rúss­land er mikið ríki og stór­veldi og mun ekki lengur lifa undir þessum fölsku reglum,“ sagði hann og fór mikinn gegn hegðun Vestur­landa gegnum aldirnar; ný­lendu­stefnunni, stríðinu í Víet­nam, sprengju­á­rásum Banda­ríkjanna og Breta gegn þýskum borgum í seinni heims­styrj­öldinni og rifjaði upp fleiri slíka at­burði sem sýndu fram á hræsni vestur­veldanna er þau gagn­rýna fram­göngu Rússa í Úkraínu. Pútín sagði þau ekki geta sagt öðrum fyrir verkum og sett sig á háan hest, þeirra saga væri blóði drifin.

„Sann­leikurinn er okkur hlið­hollur. Rúss­land stendur að baki okkur,“ sagði Rúss­lands­for­seti við lok ræðu sinnar.