Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar muni verja landsvæði sitt með öllum mögulegum ráðum. VG fjallar um málið.

Áhættan á kjarnorkustríði er að aukast að hans mati, en vill meina að kjarnorkuvopn Rússlands séu til staðar til að verja landið og að þeir myndu ekki slá fyrsta höggið.

„Við erum ekki klikkuð, við vitum hvað kjarnorkuvopn eru.“ sagði Pútín á fjarfundi með mannréttindaráði Rússlands, en hann snerist að miklu um stríðið í Úkraínu.

Hann sagði Rússa vera þróaðari og nútímavæddari en öll önnnur lönd með kjarnorkuvopn. „En við ætlum ekki að hlaupa um heiminn og sveifla vopninu um,“ bætti hann við.

Líkt og áður segir er Pútín á því að hættan á kjarnorkustríði sé nú meiri, en kennir öðrum löndum um það. „Rússland hefur ekki notað stakt kjarnorkuvopn gegn öðru landi, ólíkt Bandaríkjunum.“ benti hann á.