Rúss­lands­for­seti ætlar ekki að láta sjá sig á lofts­lags­ráð­stefnunni COP26 sem hefst í Glas­gow í lok mánaðar. Frá þessu greinir tals­maður rúss­neskra stjórn­valda en gefur enga skýringu á því hvers vegna Vla­dimír Pútín mun ekki mæta.

Þar koma saman margir leið­­togar ríkja heims til að koma sér saman um að­­gerðir í lofts­lags­­málum. Þetta er stærsta lofts­lags­ráð­­stefnan síðan Parísar­­sam­komu­lagið var undir­­­ritað árið 2015.

Rúss­land er einn stærsti orku­­fram­­leiðandi heims og er fjar­vera Pútíns talin mikið á­­fall fyrir við­­leitni þjóðar­­leið­­toga til að ráðast í að­­gerðir til að stemma stigum við lofts­lags­breytingum.

„Því miður, Pútín flýgur ekki til Glas­gow,“ segir Dmi­try Peskov tals­maður Kremlín. Hann bætir þó við að lofts­lags­breytingar séu „eitt mesta for­gangs­at­riði í utan­ríkis­stefnu okkar.“

Á ráð­stefnu í Moskvu í síðustu viku, þar sem rætt var um orku­mál, sagði Pútín að far­aldur Co­vid-19 hefði á­hrif á ferða­á­ætlanir hans. „Ég er ekki viss hvort ég mæti í eigin per­sónu, en mun að sjálf­sögðu taka þátt,“ sagði hann við það til­efni.

Fyrr í mánuðinum vakti ástralski for­sætis­ráð­herrann Scott Morri­son litla lukku er hann gaf í skyn að hann ætlaði ekki að fara á COP26. Morri­son hefur þó skipt um skoðun.