Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hefur hvatt til þess að Rússar og Norður-Kóreu­menn taki upp nánara sam­starf. Guar­dian greinir frá þessu og vísar í frétt KCNA, ríkis­fjöl­miðils Norður-Kóreu.

Pútín sendi kollega sínum í Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skeyti í til­efni af frelsis­deginum svo­kallaða, þjóð­há­tíðar­degi Norður-Kóreu sem er í dag, 15. ágúst. Sagði hann í erindi sínu að aukin tví­hliða sam­skipti ríkjanna væru báðum þjóðum til hags­bóta. Það myndi auka öryggi og tryggja stöðug­leika á Kóreu­skaga og í norð­austur­hluta Asíu.

Í frétt Guar­dian kemur fram að Kim hafi svarað erindi Pútín og tekið undir sjónar­mið hans. Vísaði hann í sam­komu­lag sem þeir undir­rituðu á fundi sínum árið 2019 um aukna sam­vinnu ríkjanna.

Kim rifjaði upp að vin­átta ríkjanna ætti sér nokkuð djúpar rætur þegar þær unnu sigur á Japönum í síðari heims­styrj­öldinni. Norður-Kóreu­menn hafa verið á bandi Rússa í stríðinu í Úkraínu og í júlí síðast­liðnum sögðust stjórn­völd í Pyongy­ang viður­kenna tvö hé­röð í austur­hluta Úkraínu sem sjálf­stæð ríki eftir inn­rás Rússa.