Vladímír Pútín Rússlandsforseti lifði af launmorðstilraun fyrir um það bil tveimur mánuðum, eftir að Rússlandsher réðst inn í Úkraínu.

Það er yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, Kyrylo Budanov, sem greinir frá þessu í viðtali við úkraínska miðillinn Pravda.

Budanov segir að ráðist hafi verið á Pútín í misheppnuðu banatilræði þegar hann var staddur á Kákasus-svæðinu, en þar skerast landamæri Rússlands, Aserbaídsjan, Georgíu og Armeníu

„Þetta eru óopinberar upplýsingar. Algjörlega misheppnuð tilraun, sem átti sér stað í alvöru. Fyrir um það bil tveimur mánuðum,“ er haft eftir Budanov úr viðtalinu sem verður birt í heild sinni á morgun.