Vla­dim­ír Pút­ín Rúss­lands­for­set­i verð­ur ból­u­sett­ur á morg­un gegn COVID-19. And­stæð­ing­ar for­set­ans hafa leg­ið hon­um á háls­i fyr­ir að hafa ekki lát­ið ból­u­setj­a sig fyrr og segj­a það eina á­stæð­u þess hve hægt hef­ur geng­ið að ból­u­setj­a rúss­nesk­u þjóð­in­a.

Hinn 68 ára gaml­i for­set­i sagð­i á fund­i með ráð­a­mönn­um í dag að hann yrði ból­u­sett­ur á morg­un en til­greind­i ekki með hvað­a ból­u­efn­i hann feng­i. Rúss­nesk yf­ir­völd hafa heim­il­að notk­un þriggj­a ból­u­efn­a sem öll eru fram­leidd þar í land­i og er Sput­nik V þekkt­ast þeirr­a.

Sam­kvæmt könn­un­um sem Lev­ad­a Cent­er hef­ur gert í Rúss­land­i hef­ur þeim Rúss­um sem treg­ir eru til að láta ból­u­setj­a sig með Sput­nik V fjölg­að nokk­uð und­an­farn­a mán­uð­i, úr 58 prós­ent­um í desember í 62 prós­ent í febr­ú­ar.

Ein­ung­is 4,3 prós­ent 146 millj­ón­a Rúss­a hafa feng­ið í það minnst­a einn skammt af ból­u­efn­i gegn COVID-19 en gefa þarf tvo skammt­a af flest­um þeirr­a. Til sam­an­burð­ar má nefn­a að fimm prós­ent ís­lensk­u þjóð­ar­inn­ar eru full­ból­u­sett.