Rúss­neska pönk­hljóm­sveitin og að­gerða­hópurinn Pus­sy Riot fékk gistingu í bernsku­heimili Haralds Þor­leifs­sonar, stofnanda og eig­anda Ueno. Þetta kemur fram í færslu sem hann skrifaði á Twitter í nótt.

Hljóm­sveitin kom hingað til lands fyrr í mánuðinum með að­stoð frá lista­manninum Ragnari Kjartans­syni. Þær fengu af­not af Þjóð­leik­húsinu til að undir­búa tón­leika­ferða­lag um Evrópu.

„Í síðustu viku hringdi vinur og spurði hvort við værum með íbúð til af­nota fyrir fólk sem hafði flúið frá Rúss­landi og þurfti gistingu í nokkra daga,“ skrifar Haraldur, eða Halli eins og hann er þekktur. „Nokkrum klukku­tímum síðar mætir Pus­sy Riot með ferða­töskurnar í bernsku­heimili mitt.“

Hljómsveitin hefur talað mjög opinskátt gegn ríkisstjórn Vladimír Pútíns og stríðinu í Úkraínu. Sumar þeirra hafa þurft að taka út fangelsisdóm vegna þess.