Rússneska pönkhljómsveitin og aðgerðahópurinn Pussy Riot fékk gistingu í bernskuheimili Haralds Þorleifssonar, stofnanda og eiganda Ueno. Þetta kemur fram í færslu sem hann skrifaði á Twitter í nótt.
Hljómsveitin kom hingað til lands fyrr í mánuðinum með aðstoð frá listamanninum Ragnari Kjartanssyni. Þær fengu afnot af Þjóðleikhúsinu til að undirbúa tónleikaferðalag um Evrópu.
„Í síðustu viku hringdi vinur og spurði hvort við værum með íbúð til afnota fyrir fólk sem hafði flúið frá Rússlandi og þurfti gistingu í nokkra daga,“ skrifar Haraldur, eða Halli eins og hann er þekktur. „Nokkrum klukkutímum síðar mætir Pussy Riot með ferðatöskurnar í bernskuheimili mitt.“
Last week a friend called and asked if we had an apartment to spare for some people who had just fled Russia and needed a place to stay for a few days.
— Halli (@iamharaldur) May 17, 2022
A couple of hours later Pussy Riot arrived with their bags at my childhood home.
Hljómsveitin hefur talað mjög opinskátt gegn ríkisstjórn Vladimír Pútíns og stríðinu í Úkraínu. Sumar þeirra hafa þurft að taka út fangelsisdóm vegna þess.