Erlent

Pulitzer-verðlaunin veitt í dag

Kendrick Lamar, ljósmyndarar Reuters fréttastofunnar og blaðamenn The New York Times voru meðal þeirra sem hlutu hin virtu Pulitzer-verðlaun

Starfsfólk The New York Times fagnar verðlaununum.

Starfsfólk dagblaðsins The New York Times og tímaritsins New Yorker fengu í dag hin virtu Pulitzer-verlaun í blaðamennsku í flokki almannaþjónustu fyrir ítarlega umfjöllun sína um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi í Hollywood. Þá fékk The New York Times líka verðlaun, ásamt The Washington Post, fyrir umfjöllun um meint afskipti Rússa af forsetaframboði Donalds Trump, Bandaríkjaforseta árið 2016. 

Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar fékk verðlaun fyrir plötuna DAMN, en þetta er í fyrsta skiptið sem þessi virtu verðlaun eru veitt rappara. 

Ljósmyndarar fréttaveitunnar Reuters fengu verðlaun fyrir ljósmyndir sem sýna það gífurlega ofbeldi sem róhingjar eru beittir. 

Verðlaunin voru veitt í dag í hinum ýmsu flokkum og hægt er að sjá niðurstöðurnar hér. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Erlent

Segir Pelosi að fara varlega

Erlent

Elsti maður heims látinn 113 ára

Auglýsing

Nýjast

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Auglýsing