Erlent

Pulitzer-verðlaunin veitt í dag

Kendrick Lamar, ljósmyndarar Reuters fréttastofunnar og blaðamenn The New York Times voru meðal þeirra sem hlutu hin virtu Pulitzer-verðlaun

Starfsfólk The New York Times fagnar verðlaununum.

Starfsfólk dagblaðsins The New York Times og tímaritsins New Yorker fengu í dag hin virtu Pulitzer-verlaun í blaðamennsku í flokki almannaþjónustu fyrir ítarlega umfjöllun sína um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi í Hollywood. Þá fékk The New York Times líka verðlaun, ásamt The Washington Post, fyrir umfjöllun um meint afskipti Rússa af forsetaframboði Donalds Trump, Bandaríkjaforseta árið 2016. 

Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar fékk verðlaun fyrir plötuna DAMN, en þetta er í fyrsta skiptið sem þessi virtu verðlaun eru veitt rappara. 

Ljósmyndarar fréttaveitunnar Reuters fengu verðlaun fyrir ljósmyndir sem sýna það gífurlega ofbeldi sem róhingjar eru beittir. 

Verðlaunin voru veitt í dag í hinum ýmsu flokkum og hægt er að sjá niðurstöðurnar hér. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sýrland

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Erlent

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Erlent

Rússar segja kærurnar gegn Butina falskar

Auglýsing

Nýjast

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Hand­tekinn fyrir brot á vopna­lögum og líkams­á­rás

Auglýsing