Erlent

Pulitzer-verðlaunin veitt í dag

Kendrick Lamar, ljósmyndarar Reuters fréttastofunnar og blaðamenn The New York Times voru meðal þeirra sem hlutu hin virtu Pulitzer-verðlaun

Starfsfólk The New York Times fagnar verðlaununum.

Starfsfólk dagblaðsins The New York Times og tímaritsins New Yorker fengu í dag hin virtu Pulitzer-verlaun í blaðamennsku í flokki almannaþjónustu fyrir ítarlega umfjöllun sína um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi í Hollywood. Þá fékk The New York Times líka verðlaun, ásamt The Washington Post, fyrir umfjöllun um meint afskipti Rússa af forsetaframboði Donalds Trump, Bandaríkjaforseta árið 2016. 

Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar fékk verðlaun fyrir plötuna DAMN, en þetta er í fyrsta skiptið sem þessi virtu verðlaun eru veitt rappara. 

Ljósmyndarar fréttaveitunnar Reuters fengu verðlaun fyrir ljósmyndir sem sýna það gífurlega ofbeldi sem róhingjar eru beittir. 

Verðlaunin voru veitt í dag í hinum ýmsu flokkum og hægt er að sjá niðurstöðurnar hér. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tyrkland

Segja að líkams­hlutar Khas­hoggi séu fundnir

Tyrkland

Segir morðið hafa verið skipu­lagt fyrir­fram

Umhverfismál

Örplast finnst í saur manna í fyrsta skipti

Auglýsing

Nýjast

Ör­vænting þegar bilaður rúllu­stigi þeytti fólki áfram

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Niður­staða á­frýjunar­nefndar til skoðunar hjá Isavia

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Aurus Arsenal er hærri gerð forsetabíls Putin

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Auglýsing