Sam­þykkt var á fjöl­mennum Zoom-fundi Kjör­dæmis­ráðs Sjálf­stæðis­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi í kvöld að haldið verði próf­kjör í Suð­vestur­kjör­dæmi. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Sjálf­stæðis­flokknum.

Þar segir að í próf­kjörinu muni flokks­menn velja fram­bjóð­endur á fram­boðs­lista Sjálf­stæðis­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi fyrir al­þingis­kosningarnar sem fara fram í haust.

„Kjör­nefnd Sjálf­stæðis­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi bar þá til­lögu upp fyrir fundinn í kvöld að haldið yrði próf­kjör í kjör­dæminu. Mikill ein­hugur var um þá til­lögu,“ segir í til­kynningunni.

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, leiddi lista Sjálf­stæðis­flokksins í Suð­vestur­kjör­dæmi fyrir síðustu kosningar. Flokkurinn er með fjóra þing­menn í kjör­dæminu. Auk Bjarna eru það Bryn­dís Haralds­dóttir, Jón Gunnars­son og Óli Björn Kára­son.