Prinsinn Andrew, bróðir Karls Breta­prins, hefur verið sakaður um að hafa káfað á ungri konu á setri banda­ríska milljarða­mæringsins Jef­frey Ep­stein, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá var milljarða­mæringurinn hand­tekinn í síðasta mánuði. Hann er meðal annars grunaður um man­sal, mis­notkun á stúlku­börnum og vörslu á barna­klámi. Ep­stein reyndi að fremja sjálfs­morð í lok júlí.

Í frétt Guar­dian kemur fram að á­sakanirnar á hendur prinsinum megi finna í réttar­skjölum vegna máls Ep­steins. Prinsinn hefur áður verið sakaður um að hafa átt í kyn­ferðis­legu sam­neyti við ungar konur, en árið 2015 sagði Virginia Giuf­fre að Ep­stein hefði neytt hana til kyn­ferðis­legs sam­neytis við Andrew.

Við það til­efni gaf breska konungs­fjöl­skyldan út yfir­lýsingu þar sem á­sökunum var hafnað. Í réttar­skjölum í máli Ep­steins kemur fram að Joanna Sjoberg, önnur ung kona, hafi sagt að yfir­stéttar­konan Ghisla­ine Maxwell hafi narrað sig til Ep­stein og þar hafi prinsinn káfað á brjósti hennar.

Um­rædd Maxwell hefur neitað á­sökunum en ljóst að rann­sókn á máli Ep­stein heldur á­fram.