Tals­maður Breta­prinsins Andrew neitar að tjá sig um nýjar upp­lýsingar sem benda til þess að prinsinn hafi verið heima hjá milljarða­mæringnum Jef­frey Ep­stein í apríl 2001. Prinsinn hefur áður þver­tekið fyrir það í við­tölum vegna málsins en neitar því nú ekki, þegar tals­maður hans er spurður.

Til­efnið er um­fjöllun breska götu­blaðsins Daily Mail þar sem hulunni er svipt af faxi auk upplýsinga um ferðaáætlanir prinsins þar sem kemur fram að prinsinn hafi gist í húsi með „til­tekið heimilis­fang í New York“ þann 11. apríl 2001. Þá stað­festa heimildar­menn miðilsins að um sé að ræða heimili Ep­stein í Upp­er East Side hverfinu.

Um er að ræða stað og tímann þar sem Virginia Guiffre, sem var sau­tján ára gömul á þeim tíma, hefur sagt að prinsinn hafi brotið á henni kyn­ferðis­lega. Ep­stein var hand­tekinn í júlí á síðasta ári vegna gruns um man­sal, mis­notkun á börnum og vörslu á barna­klámi. Hann fannst síðar látinn í fanga­klefa sínum í ágúst 2019.

Prinsinn hefur alla tíð þver­tekið fyrir það að hafa verið í New York á þessum tíma, líkt og fram kemur í um­fjöllun Guar­dian um málið. Þar er haft eftir tals­manni prinsins að hann muni ekkert tjá sig um um­fjöllun breska götu­blaðsins. Enn fremur vill tals­maðurinn ekki gefa upp hvort prinsinn hyggi á mála­ferli gegn miðlinum.

Ferða­á­ætlanir segja mis­munandi sögu

Í um­fjöllun breska götu­blaðsins er einnig greint frá ferða­á­ætlunum prinsins frá um­ræddum tíma. Þar kemur það fram að í þriggja daga heim­sókn sinni til Banda­ríkjanna hafi prinsinn tekið frá þrjá tíma fyrir „per­sónu­legan tíma“ þann 11. apríl árið 2001.

Í um­fjöllun götu­blaðsins kemur hins­vegar einnig fram að Virginia Guiffre, Jef­frey Epsten og vin­kona hans Ghisla­ine Maxwell, hafi ferðast frá Teter­boro í New Jer­s­ey til St. Thomas í Karabíska hafinu þann 11. apríl, sem stingur í stúf við frá­sögn Roberts, líkt og fram kemur í Guar­dian.

Kemur fram í um­fjöllun miðilsins að tals­maður prinsins neiti ekki fyrir­spurn miðilsins, þess efnis um það hvort hann hafi verið í húsi Ep­stein þann 11. apríl 2001. „Þið getið skrifað það sem þið viljið. Það eru engin við­brögð,“ segir hún (e. no comment).