Prinsessan Mako frá Japan hefur samþykkt að gefa eftir 150 milljóna jena greiðslu frá japanska keisaradæminu sem allar prinsessur eiga rétt á ef þær giftast manni af almúgaættum.

Kom þetta fram í japanska ríkisfjölmiðlinum KHG en Mako vonast til að tilkynna tilvonandi brúðkaupsdag sinn á næstunni.

Mako, sem er barnabarn fyrrvearndi keisara Japans, er trúlofuð Kei Komuro. Keisaratitillinn erfist í karllegg og kemur Mako því ekki til greina sem keisaraynja í Japan.

Hún kynntist Komuro í háskólanámi og trúlofuðust þau árið 2017. Um leið og Mako giftist Komuro gefur hún eftir réttindi sín sem prinsessa.

Á hún samkvæmt lögum rétt á 150 milljóna jena greiðslu, um 173 milljónum íslenskra króna, en japanskir fjölmiðlar fullyrða að parið sé tilbúið að gefa eftir greiðsluna til að greiða leiðina að brúðkaupsdeginum.