Sam­kvæmt um­fjöllun breska miðilsins Guar­dian sýna tölvu­póst­sam­skipti fram á að sést hafi til Andrew Breta­prins í íbúð Jef­frey Ep­stein þar sem hann fékk fóta­nudd frá tveimur ungum konum. Um­rædd tölvu­póst­sam­skipti eru sögð vera á milli um­boðs­mannsins John Brock­man og rit­höfundarins Ev­geny Mor­ozov.

Eins og Frétta­blaðið hefur í­trekað greint frá stendur nú yfir viða­mikil rann­sókn á brotum Ep­stein sem talinn er hafa hneppt fjöldann allan af barn­ungum konum í kyn­lífs­á­nauð. Þá hefur prinsinn áður verið nefndur á nafn í því sam­hengi en á­vallt þver­tekið fyrir að hafa gert eitt­hvað brot­legt.

Í um­fjöllun Guar­dian er vísað í grein Mor­ozov á vef­miðlinum New Repu­blic. Þar segist hann hafa í­hugað að slíta sam­skiptum við um­boðs­manninn, þar sem hann hafi sjálfur ekkert tjáð sig um tengsl sín við banda­ríska milljóna­mæringinn.

„John hefur verið í fréttum vegna tengsla hans við Jef­frey Ep­stein,“ skrifar Mor­ozov. „Það er meira en mánuður síðan Ep­stein var hand­tekinn og enn engin orð um málið. Og núna þegar ég fann þennan gamla tölvu­póst sem hann sendi mér, trúi ég því ekki að hann hafi ekki vitað neitt um ó­trú­legt líf Ep­stein,“ skrifar rit­höfundurinn.

Í tölvu­póstunum rifjar Mor­ozov upp heim­sókn sína til Ep­stein í íbúð hans í Man­hattan. „Síðast þegar ég heim­sótti húsið hans, að þá var hann í í­þrótta­galla og breskur gaur í jakka­fötum með axla­bönd, að fá fóta­nudd frá tveimur vel klæddum ungum rúss­neskum konum,“ skrifar hann.

Hann segir í tölvu­póstinum að Bretinn hafi gengið undir nafninu Andy. Hann hafi meðal annars kvartað yfir at­hygli fjöl­miðla. „Í Móna­kó, að þá vinnur Albert tólf tíma á dag, en eftir klukkan níu, þegar hann fer út, að þá gerir hann það sem hann vill og öllum er sama. En ef ég geri það er ég í vand­ræðum,“ hefur hann eftir honum í tölvu­póstinum.

„Ég áttaði mig á því að sá sem var að fá fóta­nuddið frá Irinu var hans há­tign, Andrew prins, her­toginn af York.“