Prikið Kaffi­hús hefur undan­farnar vikur haldið við­burði og tón­leika í glugga sínum á Banka­stræti. Það vakti nokkra at­hygli síðasta laugar­dag þegar nokkuð stór hópur fólks myndaðist fyrir utan Prikið þegar tón­listar­maðurinn Auður spilaði í glugga Priksins. Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að hann hefði á­hyggjur af þeim fjölda sem kom þarna saman.

Prikið sendi í dag frá sér til­kynningu um að fram­vegis yrðu við­burðirnir ekki haldnir í glugga staðarins til að ó­hóf­lega stórir á­horf­enda­hópar mynduðust ekki fyrir utan. Við­burðunum hefur hingað til einnig verið streymt á netinu og segist Prikið fram­vegis að­eins ætla að streyma þeim.

Í samráði við Reykjavíkurborg

„Prikið er auð­vitað lokað fyrir gestum, en okkur finnst mikil­vægt eins og svo mörgum öðrum, að hafa eitt­hvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa ein­hverja vinnu fyrir okkar góða lista­fólk og plötu­snúða,“ sagði staðurinn í til­kynningu.

„Síðasta laugar­dag var okkar góði vinur Auður með tón­leika í glugganum og hann er auð­vitað einn af vin­sælustu tón­listar­mönnum landsins. Á­hugi fyrir flutningi hans er eitt­hvað sem við hefðum átt að sjá fyrir, og myndaðist hópur fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur er hann spilaði. Í ljósi þess hvernig fór á laugar­daginn höfum við á­kveðið leggja höfuð­á­herslu á streymi frá þeim við­burðum sem búið er að skipu­leggja fram að jólum.“

Af þeim á­stæðum ætlar Prikið að draga glugga­tjöldin fyrir þegar næstu tón­leikar verða haldnir en lands­menn geta notið hans á netinu í staðinn. „Lista­mennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu sam­ráði við Reykja­víkur­borg sem hefur verið í sam­tali við sótt­varna­lækni um málið.“

Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...

Posted by Prikið Kaffihús on Monday, 14 December 2020