Lög­reglan í Nord­sjælland í Dan­mörku hefur nú á­kært 44 ára gamlan prest fyrir að hafa myrt eigin­konu sína en hún hvarf spor­laust síðast­liðinn októ­ber. Sak­sóknarinn Anne-Mette Wedell Seerup stað­festi í dag að á­kæra hafi verið lögð fram að því er kemur fram í frétt DR um málið. Réttar­höldin í málinu hefjast þann 25. októ­ber og er gert ráð fyrir að þau muni taka 16 daga.

Maðurinn, Thomas Gott­hard, var hand­tekinn þann 15. nóvember í tengslum við málið og hefur verið í gæslu­varð­haldi með réttar­stöðu sak­bornings frá þeim tíma. Eigin­kona hans, hin 43 ára gamla Maria From, hefur ekki enn fundist þrátt fyrir mikla leit og hefur Gott­hard al­farið neitað sök.

Grunsamlegar leitarniðurstöður

Í fyrstu til­kynningu lög­reglu um málið kom fram að Maria From hafi yfir­gefið heimili sitt þann 26. októ­ber og tekið með sér föt og reiðu­fé og skilið eftir miða sem sagði að hún kæmi aftur degi síðar. Hún hafi þó skilið eftir far­síma, tölvu, og greiðslu­kort sín. Bíll hennar fannst nokkrum dögum síðar í Kaup­manna­höfn.

Eftir að hún hvarf var hús­leit gerð á heimili þeirra og við leitina fannst tals­vert magn af vítis­sóda og salt­sýru. Í tölvu á heimilinu mátti enn fremur finna leitar­niður­stöður um „sjávar­dýpt,“ „olíu­tunnur,“ „sjálfs­víg,“ „manns­hvarf“ og „hrein­gerningar­vörur.“ Við yfir­heyrslur neitaði Gott­hard að tjá sig þar sem hann væri haldinn trúnaðar­skyldu sem prestur.