Pósturinn hefur sent frá sér til­kynningu um að tölu­verðra tafa megi vænta á sendingum til og frá Kína næstu vikurnar. Á­stæðan er að mörg flug­fé­lög hafa af­lýst ferðum til Kína vegna kóróna­veirunnar og samgöngur því minnkað.

„Líkur eru á að þær minnki jafn­vel enn meira á næstu dögum,“ segir Sesselía Birgis­dóttir, fram­kvæmda­stjóri þjónustu- og markaðs­sviðs Póstsins.

Í til­kynningunni segir að vegna þess að sam­göngur til og frá Kína hafa minnkað mikið ríki mikið ó­vissu­á­stand og ómögulegt sé að segja hvenær því ljúki.

„Við getum í raun ekki gert annað en beðið en það er engin leið að vita hvað þetta á­stand mun vara lengi."

Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin hefur lýst yfir neyðar­á­standi á heims­vísu vegna veirunnar, en það gerir stofnuninni auð­veldara fyrir með að sam­ræma að­gerðir. Hún hefur hins vegar ekki lagst gegn ferða­lögum á milli landa.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur veiran dreift hratt úr sér og eru nú meira en tíu þúsund taldir vera sýktir í heiminum og hafa rúm­lega tvö hundruð látist.