Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, var harð­orð í garð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í um­ræðum um störf þingsins í dag. Hún vísaði til kvöld­frétta RÚV í gær þar sem Bjarni Bene­dikts­son, svaraði fyrir­spurn frétta­manns um bága stöðu fatlaðra og ör­yrkja fyrir jól og hvort ætti ekki að að­stoða þau betur fyrir jól.

Inga sagði að það hefði mátt skilja orð ráð­herrans á þann hátt að grunn­kerfið okkar ætti að virka og því ætti ekki að þurfa neinar sér­tækar greiðslur til að að­stoða fólk.

„Þetta sagði hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra núna í blússandi Co­vid og blússandi verð­bólgu þegar fólkið verður fá­tækara með degi hverjum og það eru að koma jól,“ sagði Inga Sælan og sagði hann hafa aðra til­finningu fyrir fyrir­tækjunum í landinu en þegar grunn­kerfið væri ekki nóg fyrir þau þá væru þeim boðnar sér­tækar co­vid-greiðslur.

„Fyrir­tækin eru númer eitt, fólkið er ekki þar með. Þannig ég segi ef ein­hver velkist í vafa um það hvar stefna Sjálf­stæðis­flokksins liggur, hvað lítur að fólkinu í landinu og þeir sem að eru í bágastri stöðu við að ná endum saman þá tók hann af allan vafa um það í gær í kvöld­fréttum RÚV,“ sagði Inga á þingi í dag.

Hún sagði að frá því að ráð­herra var í fréttum klukkan 22 í gær­kvöldi hafi hún fengið þrjár hringingar af grátandi fólki.

„Vegna þess að hann sló það gjör­sam­lega út af borðinu að það ætti að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir þennan fá­tækasta þjóð­fé­lags­hóp núna fyrir jólin. Þetta er sorg­legra en tárum taki,“ sagði hún að lokum.

Þorbjörg Sigríður er þingkona Viðreisnar.
Mynd/Aðsend

Pósthólf þingmanna að fyllast

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, fjallaði einnig um málið í ræðu sinni um störf þingsins. Hún sagði að nú fyrir jólin væru pósthólf þingmanna að fyllast af bréfum fólks sem ekki sér fyrir sér að geta haldið jól.

„Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að veita öryrkjum sérstaka uppbót fyrir jólin og bréfin spegla sorg vegna þessa. Að sjá til þess að enginn líði sáran skort, það er verkefni sem ríkinu ber að sinna og það er samhengið sem fjármálaráðherra sjálfur lýsti eftir. Það er dómurinn um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, málstefnu,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni.

Fleiri þingmenn ávörpuðu þetta í ræðum sínum eins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en umræður standa enn yfir.