Porsche Taycan er 760 hestafla rafbíll sem lengi hefur verið beðið eftir og að sögn markar straumhvörf í rafbílaheiminum. Hann hefur vakið athygli bílagagnrýnenda og hlaut meðal annars titilinn Bíll ársins 2020 í Þýskalandi. Þá verða á staðnum m.a. 100% rafbíllinn Opel Ampera og sportjeppi fjölskyldunnar Opel Grandland X, sem bráðum verður í boði í 300 hestafla hybrid útfærslu. Þá heilsa sumri á sýningunni, fjórhjóladrifna þrenningin frá SsangYong; Rexton, Korando og Tívolí, en sem kunnugt er var Rexton valinn Jeppi ársins. Allir eru velkomnir til Bílabúðar Benna, Krókhálsi 9, laugardaginn 6. júní. Gleðin stendur frá kl. 12:00 til 16:00.