Bíllinn sem átti fyrra met var Mercedes-AMG GT Black Series. Sá sem setti metið var tilraunaökumaður Porsche að nafni Lars Kern, en hann hefur áður sett met fyrir Porsche á Nurburgring á Panamera og GT3. Porsche GT2 RS bíllinn var með sérstökum Manthey keppnisbúnaði sem er sérhannaður fyrir Porsche framleiðslubíla. Gerðar voru breytingar á undirvagni, loftf læði og bremsum en ekkert gert til að auka kraft bílsins. Magnesíum-felgur léttu bílinn um 11,4 kíló og sérstök vindhlíf og loftdreifari úr koltrefjum gerðu sitt til að auka niðurþrýsting bílsins. Einnig var komið fyrir nýjum væng að aftan ásamt breytingum á framvæng og hjólskálum. Sérstakar keppnisbremsur fóru undir bílinn og átt var við fjöðrunarbúnað sem er stillanlegur fyrir brautarakstur. Keppnisbúnaður Manthey er oft notaður af GT eigendum á brautardögum og telst því löglegur, hægt er að panta hann gegnum söluaðila Porsche.