Hægt verður að fá bílinn í sérstakri Rally Design-útgáfu sem verður sprautuð í sömu litum og keppnisbíllinn frá 1984. Vélin verður sú sama og í GTS bílnum, sem er þriggja lítra, sex strokka vél með tveimur forþjöppum og skilar 437 hestöflum. Bíllinn verður að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og að þessu sinni með átta þrepa PDK sjálfskiptingu en hann fer í hundraðið á 3,5 sekúndum. Það sem gerir hann öðruvísi er að það verður 5 sentimetrum hærra upp undir bílinn og hægt verður að hækka hann um 3 cm í viðbót með sérstöku fjöðrunarkerfi.