Hægt verður að fá bílinn í sérstakri Rally Design-útgáfu sem verður sprautuð í sömu litum og keppnisbíllinn frá 1984. Vélin verður sú sama og í GTS bílnum, sem er þriggja lítra, sex strokka vél með tveimur forþjöppum og skilar 437 hestöflum. Bíllinn verður að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og að þessu sinni með átta þrepa PDK sjálfskiptingu en hann fer í hundraðið á 3,5 sekúndum. Það sem gerir hann öðruvísi er að það verður 5 sentimetrum hærra upp undir bílinn og hægt verður að hækka hann um 3 cm í viðbót með sérstöku fjöðrunarkerfi.
Ný Dakar útgáfa Porsche 911 er allt að 80 mm hærri en hin hefðbundna.
Porsche hefur nú framleitt jeppa í tvo áratugi en það muna kannski ekki allir eftir því að árið 1984 sigraði fjórhjóladrifinn Porsche 953 Dakar rallið fræga. Með það fyrir augum ákvað Porsche að framleiða þessa sérstöku útgáfu 911 bílsins og setja á markað um þessar mundir. Aðeins verða framleidd 2.500 eintök sem munu kosta frá 30 milljónum íslenskra króna svo hann verður með dýrari Porsche bílum.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir