Kín­versk-kanadíska popp­stjarnan Kris Wu, hefur verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að nauðga þremur konum.

Wu er fæddur í Kína og var hluti af stráka­bandinu Exo-M. Í júlí 2021 var hann á­sakaður um að nauðga á­tján ára stúlku, sem hélt því fram að hún hafi verið sau­tján ára þegar hann braut á henni. Þá sakaði hún Wu einnig um að brjóta kyn­ferðis­lega á tveimur stelpum undir lög­aldri.

Nú hefur dóm­stóll í Peking dæmt Wu í þrettán ára fangelsi, en í yfir­lýsingu frá dóm­stólnum kemur fram að Wu hafi þvingað þrjár konur til þess að stunda kyn­líf með sér þegar þær voru í annar­legu á­standi af sökum á­fengis.

Wu mun því sitja í fangelsi næstu þrettán árin, en eftir að fangelsis­vistinni lýkur mun honum vera vísað úr landi.

Wu var ein skærasta stjarna í Kína, en hann lék meðal annars í Hollywood myndunum XXX: Return of Xander Cage, Valerian og City of a Thou­sund Pla­nets.