Kínversk-kanadíska poppstjarnan Kris Wu, hefur verið dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að nauðga þremur konum.
Wu er fæddur í Kína og var hluti af strákabandinu Exo-M. Í júlí 2021 var hann ásakaður um að nauðga átján ára stúlku, sem hélt því fram að hún hafi verið sautján ára þegar hann braut á henni. Þá sakaði hún Wu einnig um að brjóta kynferðislega á tveimur stelpum undir lögaldri.
Nú hefur dómstóll í Peking dæmt Wu í þrettán ára fangelsi, en í yfirlýsingu frá dómstólnum kemur fram að Wu hafi þvingað þrjár konur til þess að stunda kynlíf með sér þegar þær voru í annarlegu ástandi af sökum áfengis.
Wu mun því sitja í fangelsi næstu þrettán árin, en eftir að fangelsisvistinni lýkur mun honum vera vísað úr landi.
Wu var ein skærasta stjarna í Kína, en hann lék meðal annars í Hollywood myndunum XXX: Return of Xander Cage, Valerian og City of a Thousund Planets.
A Chinese court in Beijing sentenced Canadian pop star Kris Wu to 13 years in jail after finding him guilty of crimes including rape, according to state media https://t.co/w4oQgnpAgU pic.twitter.com/y7vBbPQrTT
— Reuters (@Reuters) November 25, 2022