Staða við­skipta­samninga Hong Kong við Banda­ríkin er ó­viss vegna nýrra öryggis­laga í Hong Kong sem kín­verska þingið sam­þykkti. Mike Pompeo, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, greindi Banda­ríkja­þingi frá því í gær að sjálf­stjórnar­héraðið hefði ekki lengur sér­staka stöðu gagn­vart Banda­ríkjunum vegna þess að það hefði ekki lengur sama sjálf­stæði frá Kína eftir að lögin voru kynnt.

Þetta kann að ógna mjög öllum við­skiptum í Hong Kong sem hefur lengi verið ein helsta mið­stöð verslunar í heiminum. Donald Trump og þing­menn Banda­ríkja­þings munu taka á­kvörðun um hvernig Banda­ríkin bregðast við stöðunni en Banda­ríkin og Hong Kong hafa um ára­tuga­skeið átt í sér­stöku við­skipta­sam­bandi.


Mikil mót­mæli hafa brotist út í Hong Kong eftir að löggjöfin var kynnt í kín­verska þinginu. Sam­kvæmt lögunum verður and­óf og niður­rifs­starf­semi í garð kín­verskra stjórn­valda mönnuð og eiga þau að hindra fjöl­menn mót­mæli. Í­búar héraðsins telja lögin skerða réttindi sín mikið og auka um­svif kín­verska kommún­ista­flokksins mikið.


Trump greindi þá frá því í gær að búast mætti við hörðum að­gerðum gegn Kína og að þær yrðu kynntar nánar í vikunni. „Banda­ríkin standa með í­búum Hong Kong,“ sagði Pompeo í færslu á Twitter í gær.

Frétt CNN um málið.