Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár Íslands um fjölda erlendra ríkisborgara á Íslandi hefur Pólverjum fjölgað um rétt rúmlega tíu prósent frá því í desember í fyrra. Pólverjar eru nú 23.315 á Íslandi eða rúmlega 36 prósent allra erlendra ríkisborgara og sex prósent allra íbúa Íslands.

Um aldamótin töldu Pólverjar á Íslandi aðeins í kringum þúsund manns. Þeim fjölgaði hratt á árunum fyrir hrun og náðu 10 þúsundum árið 2008.