Einn helsti stjórn­mála­maður Pól­lands til­kynnti í dag að ríkis­stjórn Pól­lands hygðist ætla að krefjast 1,3 billjónir Banda­ríkja­dollara í stríðs­skaða­bætur frá Þýska­landi vegna inn­rásar og her­setu Þjóð­verja í seinni heims­styrj­öldinni.Upphæðin nemur 184 billjónum íslenskra króna, eða um 184 milljón milljónum.

Jar­oslaw Kaczynski, leið­togi pólska stjórn­mála­flokksins Lög og rétt­læti, til­kynnti á­form ríkis­stjórnarinnar í dag eftir út­gáfu skýrslu um fjár­hags­legan skaða sem Pól­verjar urðu fyrir vegna her­setunnar, en seinni heims­styrj­öldin hófst fyrir 83 árum.

„Við unnum ekki bara að skýrslunni, heldur höfum við tekið á­kvörðun um næstu skref ríkis­stjórnarinnar,“ sagði Kaczynski við kynningu skýrslunnar. Hann sagði ríkis­stjórnina vera opna fyrir samninga­við­ræðum um summu skaða­bótanna, þetta yrði „löng og erfið ferð að rétt­læti.“

Kaczynski sagði þýska hag­kerfið án efa nógu stórt til þess að geta borgað skaða­bæturnar.

Þjóð­verjar segir málinu vera lokið, bæturnar hafi verið greiddar til „Austur­blokka­þjóða“ á árunum eftir stríðið þegar landa­mæri eftir stríðið hafi verið endur­teiknuð, þá hafi Pól­verjar fengið hluta af því land­svæði sem til­heyrði Þýska­landi fyrir stríðið.

Utan­ríkis­ráðu­neyti Þýska­lands sagði að af­staða ríkis­stjórnarinnar væri ó­breytt og að „spurningunni um skaða­bætur væri svarað.“

„Árið 1953 skrifaði Pól­land undir skjöl sem af­salaði þeim réttindi um að krefjast frekari skaða­bóta,“ segir í svari utan­ríkis­ráðu­neytisins við fyrir­spurn AP News.

Ríkis­stjórn Pól­lands segir þeim hafi ekki verið bættur upp skaðinn að fullu, en Pól­land var fyrsta fórnar­lamb stríðsins, að sögn ríkis­stjórnarinnar. „Þýska­land hefur aldrei gert grein fyrir glæpum sínum gegn Pól­landi sagði Kaczynski.