Deilur pólskra yfir­­valda við Evrópu­­sam­bandið halda á­­fram að stig­­magnast. Ur­sula von der Leyen, for­­seti fram­­kvæmda­­stjórnar ESB, og pólski for­­sætis­ráð­herrann Mateusz Morawi­ecki tókust harka­­lega á er Evrópu­þingið kom saman í dag.

Fyrir skömmu komst stjórn­laga­­dóm­­stóll Pól­lands að þeirri niður­­­stöðu að þar­­lend lög væru rétt­hærri lögum ESB. Meðal þess sem fram kom í úr­­­skurðinum var að grund­vallar­­greinar í sátt­­málum sam­bandsins, meðal annars um að ríki þess grípi til „við­eig­andi ráð­­stafana“ til að upp­­­fylla skyldur sínar gagn­vart lögum þess, væru ekki bindandi.

Eftir dóminn lofaði von der Leyen því að sam­bandið myndi bregðast við, en meðal annars hefur verið rætt um að landið missi að­­gang að sjóðum ESB og réttindi pólskra ríkis­­borgarar verði skerst. Eftir að úr­­­skurðurinn féll sagði Clement Beaune, Evrópu­ráð­herra Frakk­lands, hann jaðra við út­­göngu úr ESB. Hann væri enn eitt pólitíska höggið sem Pól­verjar veittu sam­­starfi Evrópu­­sam­bands­­ríkja.

Flokkur Morawi­ecki, Lög og réttur, og fram­­kvæmda­­stjórn ESB, með stuðningi Evrópu­þingsins, hafa átt í stöðugum deilum undan­farin fimm ár vegna breytinga á pólska dóms­­kerfinu. Sam­bandið segir breytingarnar grafa undan sjálf­­stæði dóm­­stóla. Mann­réttinda­­dóm­­stóll Evrópu komst fyrir skömmu að þeirri niður­­­stöðu að nýjar reglur um skipun dómara í Hæsta­rétt Pól­lands væru brot á lögum ESB.

Gerðu saman­burð við Brexit

Á Evrópu­þinginu í dag stigu fjöl­margir þing­­menn í pontu og báru sumir saman að­­farir Pól­verja við Brexit, út­­göngu Breta úr sam­bandinu sem tók endan­­legt gildi um ára­­mótin. Þykir sumum að allt stefni í út­­göngu Pól­lands, sem nefnt hefur verið Polexit. Meðal þeirra sem gerðu þennan saman­burð var Guy Ver­hof­sta­dt, fyrr­verandi for­­sætis­ráð­herra Belgíu. Hann sagði orð­ræðu pólskra yfir­­valda minna mjög á þá sem stuðnings­­menn út­­göngu Breta hefðu við­haft.

Von der Leyen steig í pontu á undan pólska for­­sætis­ráð­herranum. Hún sagðist vera „afar á­hyggju­full“ vegna úr­­­skurðar stjórn­laga­­dóm­­stólsins, sem stefndi fram­­tíð sam­bandsins sem sam­­fé­lags full­valda ríkja með sam­eigin­­lega lög­­gjöf í hættu.

Mann­réttinda­­­dóm­­­stóll Evrópu hefur ekki aflað sér vin­sælda hjá pólskum stjórn­völdum.
Fréttablaðið/EPA
Von der Leyen segir stöðuna al­var­lega.
Fréttablaðið/EPA

„Við höfum í nokkurn tíma haft á­hyggjur af sjálf­­stæði dóm­­stóla. Frið­helgi dómara hefur verið skert og hafa verið reknir úr starfi án á­­stæðu. Þetta ógnar sjálf­­stæði dóm­­stóla, sem er grund­­völlur réttar­­ríkisins. Við höfum gripið til ýmissa að­­gerða. Við höldum á­­fram að eiga í reglu­bundnum sam­ræðum. Því miður hefur á­standið versnað. Það er ekki einungis skoðun fram­­kvæmda­­stjórnarinnar. Þetta er það sem stað­­fest hefur verið af Evrópu­­dóm­­stólnum og Mann­réttinda­­dóm­­stól Evrópu. Þetta hefur nú náð há­­marki með nýjasta úr­­­skurði pólska stjórn­laga­­dóm­­stólsins,“ sagði von der Leyen.

Fram kom í máli hennar að fram­­kvæmda­­stjórnin gæti gripið til ýmissa að­­gerða, til að mynda að skerða fjár­­fram­lög til Pól­lands í fjár­lögum ESB og úr sjóði sem stofnaður til að bregðast við Co­vid-far­aldrinum.

Morawi­ecki sagði Evrópu­­dóm­­stólinn bera á­byrgð á „hæg­fara byltingu“ sem græfi undan full­veldi Pól­lands. Hann sakaði enn fremur ó­­­nefnda „stjórn­­mála­­menn ESB“ um að reyna að kúga stjórn sína til að gangast undir ægi­vald „mið­­stjórnar­valds“ og vísaði þar til kröfu margra innan sam­bandsins um að skrúfa fyrir fjár­veitingar til Pól­lands.

Pólski for­sætis­ráð­herrann var ó­myrkur í máli í garð Evrópu­sam­bandsins.
Fréttablaðið/EPA

For­­­sætis­ráð­herrann sagði að ríkis­­­stjórn sín myndi una úr­­­­­skurði stjórn­laga­­­dóm­­­stólsins. Hann skoraði á sam­bandið að viður­­­kenna að það væri að breytast úr sam­bandi full­valda ríkja í mið­stýrt sam­band.

„Ef við féllumst á megin­­­regluna, hefði það í for með sér að ESB verður ekki lengur sam­band full­valda ríkja, og það verður stað­­reynd að ESB breytist í mið­­stýrt evrópskt ríki þar sem stofnanir þess geta neytt svo­kölluð héruð til þess að gera það sem mið­læga valdið vill. Það er ekki það sem við sam­þykktum í sátt­­málum,“ segir Morawi­ecki.

Á fimmtu­­daginn greiðir Evrópu­þingið at­­kvæði um á­­lyktun þar sem segir að það „harmar mjög á­­kvörðun hins ó­­lög­­mæta ‚stjórn­laga­­dóm­­stóls‘ frá 7. októ­ber 2021 sem árás á sam­eigin­­leg gildi Evrópu­­ríkja og lög þeirra sem heild.“

Frá Evrópu­þinginu í dag.
Fréttablaðið/EPA