Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, sagði í gær að innan fjögurra til sex vikna gætu Pólverjar sent Úkraínumönnum orrustuþotur.
Að sögn sænska ríkissjónvarpsins sem vitnar til Reuters-fréttastofunnar yrði þar um að ræða gamlar sovéskar orrustuþotur af gerðinni MiG-29. Pólverjar eigi 23 slíkar vélar.
Fram til þessa hafa engar þjóðir viljað senda Úkraínumönnum herflugvélar eftir að innrás Rússa hófst og myndu Pólverjar þar með ríða á vaðið í þeim efnum.