For­sætis­ráð­herra Pól­lands, Mateusz Morawi­ecki, sagði í gær að innan fjögurra til sex vikna gætu Pól­verjar sent Úkraínu­mönnum orrustu­þotur.

Að sögn sænska ríkis­sjón­varpsins sem vitnar til Reu­ters-frétta­stofunnar yrði þar um að ræða gamlar sovéskar orrustu­þotur af gerðinni MiG-29. Pól­verjar eigi 23 slíkar vélar.

Fram til þessa hafa engar þjóðir viljað senda Úkraínu­mönnum her­flug­vélar eftir að inn­rás Rússa hófst og myndu Pól­verjar þar með ríða á vaðið í þeim efnum.