Á morg­un mun hóp­ur fólks koma sam­an í And­rým­i við Berg­þór­u­göt­u til að skip­u­leggj­a mót­mæl­i gegn hval­veið­um sem hóf­ust ný­leg­a á ný. Í kvöld kom Hval­ur hf. til hafn­ar með sjö­ttu lang­reyð­i þess­ar­ar ver­tíð­ar.

Birt­a Ísey Brynj­ars­dótt­ir er rit­ar­i Sam­tak­a græn­ker­a á Ís­land­i og er ein þeirr­a sem stendur fyr­ir við­burð­in­um á morg­un.

„Við ætl­um að hitt­ast til að skip­u­leggj­a. Mót­mæl­in verð­a svo um helg­in­a, ann­að hvort á laug­ar­dag eða sunn­u­dag,“ seg­ir Birt­a í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið og að mót­mæl­in verð­i í Reykj­a­vík.

„Síð­ast var mót­mælt hjá hval­a­skoð­un­ar­ferð­un­um og við erum að hugs­a um að byrj­a þar.“

Á við að höggva niður 161 þúsund tré

Spurð hverj­u ná­kvæm­leg­a þau ætli að mót­mæl­a seg­ir Birt­a að þau séu al­far­ið á móti hval­veið­um og það sé byggt á efn­a­hags­leg­um á­stæð­um, lofts­lags­mál­um, menn­ing­ar­arf­leifð og svo dýr­a­vel­ferð.

„Við erum að tak­ast á við lofts­lags­vánn­a og það er ein mik­il­væg­ast­a á­skor­un mann­kyns núna. Við ætt­um að vera að taka á­kvarð­an­ir út frá því, og pass­a um­hverf­ið okk­ar. Rann­sókn­ar hafa sýnt að hval­veið­ar eru mjög skað­leg­ar um­hverf­in­u,“ seg­ir Birt­a og nefn­ir að sem dæmi þá hafi rann­sókn­ir sýnt fram á að drep­a einn hval jafn­gild­i því að höggv­a nið­ur eitt þús­und tré.

„Þeg­ar kem­ur að því að bind­a kol­efn­i. En svo þeg­ar við drep­um þá og opn­um þá og verk­um þá, þá losa þeir þess­i kol­efn­i í and­rúms­loft­ið og ef Hval hf. tekst ætl­un­ar­verk sitt og veið­ir 160 lang­reyð­ar í sum­ar þá jafn­gild­ir los­un­in sem því fylg­ir að höggv­a nið­ur 161 þús­und tré. Á einu sumr­i. Það er stórt upp á um­hverf­ið.“

Ekki lengur partur af íslenskri menningu

Birt­a bend­ir á að efn­a­hags­leg­a þá séu hval­ir okk­ur meir­a virð­i lif­and­i en dauð­ir og á þá við vin­sæld­ir hval­a­skoð­un­ar­ferð­a.

„Þá erum við að taka inn í reikn­ings­dæm­ið að hval­kjöt­ið sé allt selt, sem er ekki allt­af til­fell­ið. Eins og árið 2016 þá tókst ekki að selj­a það og þá sat Kristj­án Lofts­son uppi með hval­kjöt að and­virð­i um 3,6 millj­arð­a,“ seg­ir Birt­a.

Rann­sókn­ar hafa sýnt að hval­veið­ar eru mjög skað­leg­ar um­hverf­in­u,

Hvað varð­ar menn­ing­un­a og menn­ing­ar­arf­leifð seg­ir hún að það séu lík­leg­a flest­ir sam­mál­a um að hval­kjöt og át þess sé ekki stór part­ur af menn­ing­u Ís­lend­ing­a í dag þótt það hafi mög­u­leg­a ver­ið það áður.

„Ég vann leng­i í ferð­a­þjón­ust­u og það var oft ver­ið að minn­ast á þett­a við mann að fyrr­a bragð­i hvers­u skrít­ið það væri að fá fólk í hval­a­skoð­un­ar­ferð­ir þeg­ar við vor­um svo seinn­a að drep­a sömu hval­i og þau voru að skoð­a. Fólk­i fannst þett­a mjög ó­þæg­i­legt og það er leið­in­legt fyr­ir í­mynd Ís­lands og spill­ir í­mynd okk­ar um að við séum ó­snert nátt­úr­u­perl­a.“

Birt­a nefn­ir að lok­um dýr­a­vel­ferð og að sam­kvæmt lög­um þá eigi að gæta þess að dýr þjá­ist ekki að ó­þörf­u þeg­ar þau eru drep­in og tal­ar um norsk­a rann­sókn sem leidd­i það í ljós að hval­ir sem drepn­ir eru með spreng­i­skutl­i þjást í sex til tutt­ug­u mín­út­ur þar til þeir drep­ast.

„Það er brot á ís­lensk­um lög­um um dýr­a­vel­ferð.“

Vonar að þetta sé síðasta vertíðin

Birt­a seg­ir að það séu all­ir vel­komn­ir á fund­inn á morg­un. Sama hvort þau hafi áður borð­að hval­kjöt eða jafn­vel þau sem vinn­a við það að drep­a hval­i.

„Við erum á móti að­ferð­inn­i sjálfr­i og hval­veið­um. Hval­ir eru með tign­ar­leg­ust­u og gáf­uð­ust­u ver­um plán­et­unn­ar og það eru svo marg­ar á­stæð­ur sem vega á móti hval­veið­um. Það er í senn pól­it­ísk á­kvörð­un, og að mínu mati, ein­tóm græðg­i. Við þurf­um ekki að veið­a þess­ar ver­ur. Við vilj­um flest ekki einu sinn­i borð­a þær. Á með­an veið­arn­ar skað­a um­hverf­ið okk­ar er það al­ger vit­leys­a að hald­a á­fram með hval­veið­ar þeg­ar það stang­ast á við vilj­a al­menn­ings, sem og vilj­a heims­ins og svert­ir í­mynd lands­ins. Við mun­um hald­a á­fram að hafa hátt og mót­mæl­um þess­u um helg­in­a,“ seg­ir Birt­a sem harm­ar að hval­veið­arn­ar hafi ver­ið leyfð­ar í ár og von­ar að þett­a sé síð­ast­a ver­tíð­in.

Það er kannsk­i margt sem gef­ur það til kynn­a, mið­að við til dæm­is orð ráð­herr­a?

„Já, það er það sem við erum að von­ast til,“ seg­ir Birt­a en að það sama hafi ver­ið upp á ten­ingn­um síð­ast þeg­ar þær fóru fram.